• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Category: Aðsendar greinar

Samfélagsleg styrkleikakort

4 January, 2021 Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar, Greinar

Það er alltaf mikil orka sem fylgir því að hefja nýtt ár og nýja önn í tómstunda- og félagsmálastarfi. Eftir undarlega haustönn erum við reynslunni ríkari með allskyns nýjar leiðir til þess að halda úti starfinu en einnig bindum við vonir við að hægt verði að halda úti hefðbundnu starfi í auknum mæli næstu mánuði. Við upphaf nýrrar annar er alltaf gott að staldra við, ígrunda og rýna starfið, hvað er að ganga vel og hvar viljum við sækja fram. […]

Þeirra annað heimili

7 November, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Af hverju skiptir það máli að hafa sérhúsnæði fyrir frístundastarf? Húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili er grundvöllur þess að halda úti góðu og virku starfi. Í húsnæðinu þarf að vera gott flæði þar sem mikil starfsemi fer fram. Húsnæðið þarf að hafa mikið rými svo að krakkarnir hafi pláss til að leika sér. Það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram í félagsmiðstöð eða á frístundaheimili. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vellíðan barna og ungmenna eykst með frítímastarfi […]

Fyrirmynd eða áhrifavaldur?

25 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“. Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og […]

Að elska sjálfan sig

22 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Fyrir mér er það að læra að elska sjálfan sig eins og maður er ótrúlega mikilvægt. Frá því að ég var barn hef ég haft mjög lítið sjálfsöryggi og það var verst á unglingsaldri. Ég var alltof feit, ekki nógu flott, o.fl. Ég sé svo eftir því að hafa ekki bara elskað sjálfa mig eins og ég var í staðin fyrir að rífa mig niður. Ég hefði óskað þess að einhver hefði sýnt mér að hver og einn er sérstakur […]

Forvarnargildi félagsmiðstöðva í minni sveitarfélögum

18 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Þegar litið er á íslenska unglinga má sjá ótrúlega mismunandi einstaklinga og fjölbreytta hópa. Í gegnum kynslóðirnar sést hvað áherslurnar breytast gríðarlega hratt þar sem á þessu tímabili breyta unglingar um stefnu og stað á stuttum tíma. Þau kynnast nýju fólki, taka fyrstu skrefin að sjálfstæði og þroskast mikið á örfáum árum. Fólk sem vinnur með unglingum sér hvað hópar eru mismunandi, áherslur í starfi breytast og að starfið er stanslaust að þróast. Áhugamál einstaklinga eru mismunandi og í mörgum […]

Engir unglingar eru óþekkir!

15 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Börnum er oft refsað fyrir óæskilega hegðun. En eru börn í raun óþekk, er refsing nokkuð nauðsynleg? Hvernig er best að koma fram við börnin sín? Foreldrar eru misjafnir eins og börn eru misjöfn. Það getur verið flókið að ala upp annan einstakling, enda fylgja engar leiðbeiningar með barni við fæðingu. En það skiptir miklu máli hvernig foreldrar koma fram við börnin sín. Í langflestum tilfellum eru foreldrar að gera það sem þau halda að sé best fyrir barnið sitt. […]

Er starfandi félagsmiðstöð í þínu hverfi?

12 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég hef unnið í tómstunda- og frístundstarfi undanfarin 15 ár með hléum, hef starfað sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð, frístundaleiðbeinandi, aðstoðarverkefnastjóri í frístund og svo aftur aðstoðarverkefnastjóri í félagsmiðstöð. Ég byrjaði óvart að vinna í félagsmiðstöð í Hafnarfirði þegar ég var 20 ára og vissi hreinlega ekkert út í hvað ég var að fara. Ég fann strax að þetta var eitthvað sem hentaði mér en ég var samt alltaf alveg að fara að hætta. Samfélagið, vinir og vandamenn áttu það til […]

Samfélagsmiðlar og snjalltæki að taka yfir?

9 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Að mínu mati eru unglingar í dag minna úti heldur en hér áður fyrr eða eins og ég upplifi það þá eru krakkar og unglingar meira inni að „hanga“ í tölvunni og símanum. Samfélagsmiðlar eru hægt og rólega að taka yfir líf ungra einstaklinga. Sumir segja meira að segja að það sé nú þegar orðið þannig að samfélagsmiðlar hafa tekið yfir lífið hjá mörgum ef ekki flestum unglingum. En hvað væri þá hægt að gera fyrir þessa unglinga eða hvað […]

Geta stjórnvöld opnað augun?

7 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég flokka mig sem fagmann í frítímaþjónustu. Reynsla mín hefur kennt mér að staðan getur verið gríðarlega erfið og krefjandi. Unglingarnir leita til okkar sem trúnaðarmanna og jafnvel sem vina til að hjálpa þeim að vísa veginn fyrir framtíðina. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir einstaklinga, þar sem á að vera fullt aðgengi fyrir alla. Þegar litið er á starfsemi félagsmiðstöðva er mikilvægi starfsmannsins gríðarleg. Starfsmaður starfar sem fyrirmynd, sinnir mismunandi hlutverkum í lífi barna og unglinga. Hann er félagi, ráðgjafi […]

Þekkja unglingar mikilvægi tómstunda?

4 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort unglingar viti afhverju þeir stunda tómstundir. Hvað er það sem er svona mikilvægt við þær? Ég nýti mér oft tækifærið og spyr þá unglinga sem ég þekki til hvers þau stundi tómstundir og hvað þær gefi þeim. Oftar en ekki vita unglingarnir ekkert hverju þeir eiga að svara. Þó svo það séu til ótal margar skilgreiningar á því hvað tómstundir eru og ekki séu allir fræðimenn sammála hvernig best sé að skilgreina […]

Next Page »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
börn Einelti Fagfélag fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf klámvæðing kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd Skólastarf snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni uppeldi áhættuhegðun íþróttir útinám útivera útivist þáttttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Jan 2021 >>
MTWTFSS
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn