Category: Fréttir
Sumarið og frítíminn
20 June, 2013 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir |
|
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, var í morgunspjalli á Rás 2 þriðjudaginn 18. júní og ræddi sumarið og frítímann. Mikið framboð er á fjölbreyttum námskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og ræddi hún meðal annars innihald og umgjörð, mikilvægi þess að huga að áhugasviði barnanna og ekki síst þörf þeirra fyrir að komast líka í sumarleyfi. Hún kom jafnframt inn á þau viðfangsefni sem foreldrar standa frammi fyrir á sumrin enda aðstæður fólks misjafnar. Hægt er að hlusta á þáttinn hér
Mikilvægi skipulags íþrótta- og frístundastarfs fyrir unga innflytjendur
9 June, 2013 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir |
|
Frístundamiðstöðin Kampur og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur stóðu fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 29. maí þar sem ungir innflytjendur voru í brennidepli. Á fundinum flutti Eva Dögg Guðmundsdóttir, cand.mag í menningar- og innflytjendafræðum og uppeldis- og kennslufræði, erindi um mikilvægi skipulags íþrótta- og tómstundastarfs fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Eva sagði frá helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á íþróttaþátttöku barna og unglinga í Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þremur verkefnum sem sett hafa verið á laggirnar í Danmörku. […]
Hvatningarverðlaun SFS
22 May, 2013 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Fréttir |
|
Hvatningarverðlaun SFS (skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar) voru veitt nú á dögunum, en þau eru veitt fyrir framsækið fagstarf í skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs. Markmið Hvatningaverlauna SFS er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem unnið er af starfsfólki og á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs og hvetja til nýbreytni og þróunarstarfs. Á sviði frístundastarfs fengu tvær félagsmiðstöðvar hvatningarverðlaun. Félagsmiðstöðin Miðberg hlaut verðlaun fyrir hæfileikakeppnina “Breiðholt´s got talent” og […]
Við erum framtíðin – Málþing útskriftanema í tómstunda- og félagsmálafræði
19 April, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under Fréttir |
|
Miðvikudaginn 17. apríl héldu útskriftanemar í tómstunda- og félagsmálafræði ráðstefnu þar sem þeir kynntu útskriftarverkefni sín. Erindin voru 17 og voru þau eins fjölbreytt og þau voru mörg. Oddný Sturludóttir var ráðstefnustjóri og komst hún vel að orði þegar hún lýsti málþinginu sem hlaðborði af góðum erindum um tómstunda- og félagsstarf. Ráðstefnan var haldin í ráðstefnusalnum Skriðu sem staðsettur er í Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Mæting var mjög góð en rúmlega 120 manns voru viðstaddir og hlýddu á erindi útskriftanema. Við hjá […]