• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Category: Greinar

Samfélagsleg styrkleikakort

4 January, 2021 Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar, Greinar

Það er alltaf mikil orka sem fylgir því að hefja nýtt ár og nýja önn í tómstunda- og félagsmálastarfi. Eftir undarlega haustönn erum við reynslunni ríkari með allskyns nýjar leiðir til þess að halda úti starfinu en einnig bindum við vonir við að hægt verði að halda úti hefðbundnu starfi í auknum mæli næstu mánuði. Við upphaf nýrrar annar er alltaf gott að staldra við, ígrunda og rýna starfið, hvað er að ganga vel og hvar viljum við sækja fram. […]

Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

20 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá […]

Að brjóta niður múra

11 December, 2018 Posted by Bjarki Sigurjónsson under Greinar

Múrbrjóturinn er viðurkenning sem Landsamtökin Þroskahjálp veita árlega þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að fullgildri samfélagsþátttöku, mannréttindum og lífsgæðum þess til jafns við aðra. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember sl. féll Múrbrjóturinn m.a. í skaut Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins og Ruthar Jörgensdóttur Rauterberg, sem starfaði í Þorpinu í 11 ár en er núna aðjúnkt og doktorsnemi við HÍ. Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir þar sem megin […]

Hvar á að geyma geðveikina?

2 May, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar

Það er að verða mun algengara að börn og unglingar greinast með geðræna sjúkdóma í dag. Það er misjafnt eftir löndum hversu góð úrræðin eru fyrir þá einstaklinga. Þótt hér á landi hafi verið brugðist við úrræðum fyrir geðsjúk ungmenni á undanförnum árum,  þá er enn ansi langt í land að þau verði á þeim stað sem þau ættu að vera á. Úrræðin eru svakalega fá og á meðan fjölgar þeim ungmennum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Úrræðaleysi […]

Er æskan að fara til fjandans?

20 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Unglingar mæta oft fordómum í samfélaginu og eru oft litnir hornauga. Ófáum sinnum hefur maður heyrt fullorðið fólk nú til dags segja setningar á borð við: „Unglingar nú til dags gera ekkert annað en að hanga á netinu” eða „Unga fólkið í dag er svo latt og gerir ekki neitt”. Mín uppáhalds setning er þó klárlega: „jæja nú er æskan að fara til fjandans”. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu? Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að allt fullorðið […]

Af hverju ættu unglingar að vinna með skóla?

18 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að unglingar eigi að vinna með námi eða bara skólafólk yfirhöfuð. Þegar ég var á 14. árinu mínu, var ég ekki að æfa neinar íþróttir og var ekki þátttakandi í frístundastarfi svo ég hafði mikinn frítíma, fyrir utan að læra heima. Sama ár fór ég fyrst á vinnumarkaðinn og starfaði sem kassastarfsmaður í Krónunni, af því að ég valdi það sjálf. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið þess […]

Eigum við að lögleiða félagsmiðstöðvar?

16 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Já, það er skrítið að ég sé að spá í því hvort að það eigi að lögleiða félagsmiðstöðvar.  Mörgum finnst eftirfarandi setning vera ögn eðlilegri: ,,Eigum við að lögleiða kannabis?” Enda hefur hún verið á milli tannanna á fólki í langan tíma. En ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér er sú að félagsmiðstöðvar eru í raun ekki þjónusta sem sveitarfélögin þurfa í raun að hafa eins og til að mynda skólar. Með einu pennastriki getur bæjarstjórn hvers sveitarfélags […]

Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?

14 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Þegar ég var unglingur skipti það mestu máli af öllu fyrir mann að passa í hópinn, vera hluti af heildinni, gera eins og hinir, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Þannig var það og þannig er það sjálfsagt enn, líka þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft áhrif á allt lífið, eins og til dæmis hvenær á að sofa hjá í fyrsta sinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort margir unglingar upplifi það að […]

Sílíkon og lendarskýlur

12 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta […]

Þarf alltaf að vera keppni?

10 March, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við […]

Next Page »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Feb 2023 >>
MTWTFSS
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn