Category: Greinar
Bara að einhver hlusti
8 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við […]
Hver ræður – þjálfarinn eða foreldrarnir?
6 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Tómstundaiðkun og þá sérstaklega íþróttir er eitthvað sem margir unglingar stunda og gera það af miklum krafti, en hver er það sem er að hvetja iðkandann áfram frá hliðarlínunni eða heimilinu? Eru það ekki foreldrarnir? Og hver er það sem sér um að stjórna æfingum, liðsvali og kalla skipanir inn á völlinn þegar liðið er að keppa? Er það ekki þjálfarinn? Ég hef oft séð það að foreldrar þekki ekki alveg sín mörk þegar kemur að þessum þætti. Þau eru […]
Húsið sem hýsir þína hugmynd
1 December, 2015 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Allir þurfa athvarf. Athvarf þar sem manni líður vel, þar sem maður fær hvatningu til að leita lengra og þar sem mörk þess mögulega og ómögulega eru óskýr. Hitt Húsið hefur verið starfrækt síðan 1991 og hefur í gegnum tíðina verið athvarf þúsunda ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Þetta unga fólk hefur nýtt Hitt Húsið sem vettvang til sköpunar, sjálfsstyrkingar, til að hitta annað ungt fólk og eiga góðar stundir. Húsið hefur verið heimili listafólks, aktivista, dansara, leikara, tónlistarmanna, ungs fólks […]
Frístundaheimili – Mikilvægi og framfarir
18 November, 2015 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Undanfarin 15 ár hafa orðið gríðarlegar framfarir í þeirri þjónustu sem veitt er 6-10 ára börnum að skólatíma loknum í Reykjavík. Það má segja að fyrsta skrefið hafi verið tekið þegar íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) hóf rekstur frístundaheimila í stað skóladagvistar eða „gæslu“ sem tíðkaðist áður. Þar var fyrsta skrefið tekið í myndun þeirrar fagstéttar sem nú sinnir frístundastarfi fyrir börn að skóladegi loknum hér á landi.
SAMFÉS og evrópusamstarfið
9 November, 2015 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Á aðalfundi Evrópusamtaka félagsmiðstöðva (European Confederation of Youth Clubs – ECYC) sem haldin var hjá Casals de Joves í Barcelona í október 2015 voru aðalmálin annars vegar hvernig niðurskurður hefur haft áhrif á samtök félagsmiðstöðva hjá 19 aðildarlöndum ECYC og hins vegar var kosið um stefnuyfirlýsingu um gæðastarf í opnu æskulýðsstarfi. Stefnuyfirlýsingin er hluti af þeirri hugmyndafræði sem meðlimir ECYC telja nauðsynlega til að standa vörð um opið æskulýðsstarf og þau samtök sem sinna því starfi. Á aðalfundi í febrúar í Cluj – Napoca […]
Ég heiti Hrefna og ég vinn í félagsmiðstöð
15 October, 2015 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Greinar |
|
Ég heiti Hrefna og ég vinn í félagsmiðstöð. Mörgum kann að þykja þetta undarlegt upphaf á faglegri grein en fyrir mér endurspeglar þessi örstutta setning mig sjálfa, hvað ég stend fyrir og hvað ég trúi á. Ég er stolt af mínu starfi og langar oft á tíðum að segja hverjum sem á vegi mínum verður hversu heppin ég er að fá að kynnast og hafa áhrif á það unga fólk sem ég starfa með hverju sinni. Fyrir mér eru slík tækifæri algjör forréttindi. Ég veit […]
Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði
28 September, 2015 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Fyrir rétt rúmum tveimur árum var sett á laggirnar Orðanefnd í tómstundafræðum og fjallað var um stofnun hennar í Frítímanum. Nú í sumar barst nefndinni liðsauki í formi sumarstarfsmanns fyrir tilstilli styrkja frá Æskulýðsráði og Málræktarsjóði. Nefndin réð til starfa Karítas Hrundar Pálsdóttur, nema í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Frítíminn tók Karítas tali nú á lokametrum ráðningartímans og spurðist fyrir um starf hennar fyrir nefndina í sumar.
„Kill them with kindness“ – Áhættuhegðun unglinga
9 September, 2015 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Unglingsárin eru afar áhugavert og áhrifamikið þroskaferli í lífi okkar. Urmull rannsókna, bæði íslenskra og erlendra, hafa sýnt fram á hvað skiptir mestu máli til að einstaklingur komi sem best út úr því þroskaskeiði; hverju skuli hlúa að, hvað þurfi að varast og hvað við, uppalendurnir, getum gert. Oft er markmiðið að koma í veg fyrir svokallaða áhættuhegðun eða bregðast við áhættuhegðun. En hvað er áhættuhegðun, hvernig birtist hún og hvað er til ráða?
Saga félagsmiðstöðva – Viðtal við Árna Guðmunds
8 February, 2015 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Greinar |
|
Félagsmiðstöðvar eru búnar að vera starfandi hér á Íslandi um nokkur skeið en hversu lengi? Hvenær var fyrsta félagsmiðstöðin stofnuð? Af hverju var hún stofnuð? Við hjá Frítímanum ákváðum að leita svara við þessum spurningum og fleirum. Við veltum fyrir okkur hver væri með þessi svör á reiðum höndum. Hver annar en Árni Guðmundsson, höfundur bókarinnar Saga félagsmiðstöðva og kennari við Háskóla Íslanda. Frítíminn fór á stúfana og hitti fyrir hann Árna Guðmundsson á skrifstofunni hans í Bolholtinu. Frítíminn ákvað […]
Skilgreining á hugtökum á vettvangi frítímans
25 November, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Greinar |
|
Þegar sessunautur minn á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir rakst á setningu sem stuðaði hann úr nýsamþykktri stefnu í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 spruttu fram líflegar umræður um hugtök og hugtakarugling á vettvangi frítímans. Setningin er svohljóðandi: „Stuðla að jafnvægi milli þátttöku í æskulýðsstarfi, öðru frístundastarfi, fjölskyldulífi og námi.” (Menntamálaráðuneytið, 2014) Umræðan sem fór af stað snéri s.s. að því hver væri munurinn á æskulýðsstarfi og öðru frístundastarfi. Allir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að frístundastarf og tómstundastarf væri […]