„Ekkó bjargaði unglingsárum mínum“ : viðhorf einstaklinga sem voru virkir í félagsmiðstöðinni Ekkó

Um verkefnið

Verkefni þetta er lokaritgerð til BA prófs í tómstunda- og félagsmálafræði. Leiðbeinandi verkefnsins er Árni Guðmundsson félagsmiðstöðvamógúll. Höfundar verkefnisins höfðu unnið saman í félagsmiðstöðvastarfi og voru einnig samferða í náminu. þeir luku námið í febrúar 2012. Þegar kom að því að ákveða viðfangsefni ritgerðarinnar vildum þeir báðir leggja lóð á vogaskálarnar og upplýsa fólk um mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs og áhrif þess á einstaklinga í framhaldinu framkvæmadu þeir minniháttar rannsókn og athuga viðhorf einstaklinga sem voru virkir í félagsmiðstöðvastarfinu hér á árum áður.til félagsmiðstöðvarinnar.  

Útdráttur

Í þessari rannsóknarritgerð byrjum við á að fjalla stuttlega um unglingsárin og þau vandamál sem þeim fylgja. Því næst fjöllum við um tómstundir almennt og þrengjum rammann að félagsmiðstöðvastarfi. Félagsmiðstöðvastarf í Kópavogi er kynnt auk þess sem farið er í sögu og þróun félagsmiðstöðvarinnar Ekkó í Kópavogi. Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir fyrrum forstöðumaður Ekkó til 19 ára gefur okkur sína sýn og skoðun á félagsmiðstöðvastarfi. Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem viðmælendur voru 8 einstaklingar sem höfðu öll tekið virkan þátt í starfi Ekkó. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram viðhorf þeirra til starfsins og hvaða þættir í starfinu mótuðu viðhorf þeirra. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að félagsmiðstöðin er mikilvægur staður til að eflast og þroskast félagslega. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar getur skipað stóran sess í lífi unglingsins og getur haft gífurleg áhrif á hann. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að gefa starfsfólki í frítímaþjónustu hugmynd um hvað það er sem virkilega skiptir máli í frítímaþjónustu unglinga og hversu mikilvægt hlutverk þeirra er.

Hér má nálgast verkefnið í heild sinni

Um höfundana

1082717_10151772202789860_1648688873_nBjarki Sigurjónsson er fæddur árið 1988 og er uppalinn í Kópavogi. Hefur hann starfað á vettvangi frítíans frá árinu 2007. Hann hefur komið víða við hefur meðal annars unnið í Félagsmiðvunum Þebu, Fókus og Bústöðum og frístundaheimilinu Krakkakoti. Starfar hann núna sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Laugó. Síðasta vor lauk hann framhaldsprófi í raftónlist við tónlistarskólann í Kópavogi.

 

 

 

 

 

Snorri PállSnorri Páll er fæddur árið 1986 og er uppalinn Kópavogsbúi. Hann hefur stundað íþrótta- og tómstundastarf í Kópavogi frá blautu barnsbeini. hefur starfað í Kópavogsbæ um árabil og í félagsmiðstöðum Kópavogsbæjar frá árinu 2007. Starfar nú sem frístundastaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *