• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Aðsendar greinar » Snjalltæki í stað samskipta?

Snjalltæki í stað samskipta?

8 June, 2021 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur.

Ég fæddist um aldamótin, árið 1999. Á mínum uppvaxtarárum átti ég ekki síma. Hins vegar fékk ég takkasíma í kringum sjötta bekk öryggisins vegna. Snjallsímar komu ekki til sögunnar fyrr en á mínum unglingsárum. Fyrst voru þeir algjör gersemi og mikil lúxusvara en ekki leið á löngu þar til allir áttu einn slíkan. Margir krakkar eru nú þegar komnir með snjallsíma í hendurnar við upphaf sinnar grunnskólagöngu. Snjallsímar og tæki hafa gefið okkur ótalmargt. Þeir gefa okkur tækifæri til þess að afla okkur upplýsinga, eiga í samskiptum við umheiminn og sækja okkur afþreyingu hvar og hvenær sem er. Þó snjallsímar hafa ýmsa kosti fylgja þeim margir ókostir að auki.

Um daginn var ég stödd með bílinn minn í árlegri skoðun. Bíllinn tók út sína skoðun á meðan ég tyllti mér á biðstofuna við hliðina á manni í kringum sjötugsaldurinn. Ég var nýbúin að taka símanum á loft þegar maðurinn spyr mig spurningu. Hann talaði við mig í svolítinn tíma og áður en ég vissi af hafði ég sett símann niður til þess að veita þessum indæla manni óspillta athygli mína. Á meðan á samtalinu stóð tók ég eftir því að þegar komu upp vandræðalegar þagnir horfði hann einfaldlega út í loftið. Enginn sími til að rýna í. Hann þurfti ekki að eyða tímanum á meðan hann beið á biðstofunni í síma. Hann einfaldlega var á staðnum. Fyndna var að þegar hann fór út kom annar aðeins eldri maður inn á biðstofuna. Hann bauð góðan dag og byrjaði strax að spjalla við mig. Þetta einkennir svolítið eldri kynslóðirnar. Hún hefur allan tímann í heiminum og alla athygli til að veita. Eldri kynslóðin gefur nú orðið ráð til þeirrar yngri um að hægja á sér og veita hverri stund fulla athygli.

Hvað fær okkur til að sporna gegn þessari þróun og tileinka okkur hætti þeirra sem ólust ekki upp við tilvist snjallsímans.  Hvað mun fá okkur til að spjalla við næsta mann á biðstofunni í stað þess að leita á náðir snjallsímans okkar. Einu staðirnir nú til dags þar sem hægt er að vera laus við alla truflun snjallsímans er í sundlaugum. Þar ríkir kyrrð og ró, það er að segja ef klukkan er ekki tvö á sunnudegi og barnafjölskyldur eru ekki að þreyta litlu krílin fyrir svefninn.

—

Sigyn Jara Björgvinsdóttir

 

Tags: kynslóðir, núið, samskipti, samtal, snjallsímar, snjalltæki
« Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?
Valdefling eða ekki? »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Mar 2023 >>
MTWTFSS
27 28 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 1 2
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn