Stemmum stigu við þunglyndi unglinga

erla björkÞunglyndi unglinga er stórt vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undartekning. Miðað við rannsóknir hefur klínískt þunglyndi greinst hjá 20% unglinga fyrir 18 ára aldur. Þessar tölur eru sláandi. En hvað erum við að gera til að stemma stigu við vandanum? Ef unglingur greinist með klínískt þunglyndi er hann helmingi líklegri til að falla aftur í þunglyndi seinna á ævinni. Einnig eru börn foreldra sem hafa greinst með þunglyndi líklegri til að greinast einnig með þunglyndi. En þunglyndi hefur gríðaleg áhrif á einstaklinginn en einkenni hjá unglingum geta verið einangrun, depurð, minnkaður námsárangur, léleg mæting, lélegt sjálfsmat o.fl. Kvíði fylgir yfirleitt þunglyndi. Helmingi fleiri stelpur greinast með þunglyndi á við stráka. Ekki nema 30-40% unglinga með þunglyndiseinkenni leita sér hjálpar.

Víða er reynt að reyna að stemma stigu við þunglyndiseinkennum og þegar eru nokkrar leiðir farnar og eru í þróun. Í grunnskóla í Mosfellsbæ var gerð rannsókn á ávinningi þess að kenna börnum núvitund. Þar kom í ljós að hún hafði gríðalega góð áhrif á börnin og unglingana sem tóku þátt. Þá jókst hamingja þeirra, minnkaði kvíði og aukið sjálfsálit kom fram. Einnig er námskeið sem fer á milli skóla sem heitir Hugur og Heilsa sem er hannað með forvarnir að leiðarljósi. Þar er lögð áhersla á að nemendurnir vinni sjálfir í eigin hegðun og með því geti þeir breytt sinni líðan og hugsunum. Þar er verið að kenna nemendum að meta aðstæður á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Til að ná því fram er stuðst við hugræna atferlismeðferð og kenningar um þroska mannsins. Hist er tólf sinnum á þriggja mánaða tímabili.

þunglyndi unglingaEn þurfum við ekki að gera meira? Ég myndi vilja sjá íslenska ríkið fjárfesta í framtíðinni okkar og tel ég að það myndi koma margfalt til baka í formi styttri námstíma og bættrar andlegrar heilsu ungs fólks. Ég hefði áhuga á að setja upp prógramm í hvern einasta skóla á landinu þar sem hver skóli væri með einn sálfræðing í fullu starfi og jafnvel fleiri þar sem skólar eru mis stórir. Sálfræðingurinn myndi hitta hvern nemanda í skólanum 1-2 á ári og meta útfrá því hvort skjólstæðingurinn þyrfti frekari aðstoð. Hann myndi svo veita hana eftir því sem þörf væri á. Með þessu trúi ég að við næðum að koma auga á vandamál áður en það verður of stórt og þar með hjálpa til við að uppræta það eins og hægt er. Unga fólkið okkar á ekki að þurfa að koma að lokuðum dyrum vegna þess að það býr úti á landi og sálfræðiþjónusta er ekki í boði. Eða ef foreldrar hafa ekki efni á að senda þau í meðferð hjá sálfræðingi. Þessvegna held ég að ef við kæmum þessu verkefni á innan skólanna þá myndum við bæta andlega heilsu landsmanna til muna sem myndi skila sér út í samfélagið. Þar sem við erum fámenn þjóð og vegalengdir á milli staða ekki umtalsverðar ætti að vera hægt að halda vel utanum verkefni af þessari stærðagráðu.

Þunglyndi er stórt vandamál og mælist ég til að allir hafi augun opin fyrir unglingum í þeirra lífi og leiti leiða til að hjálpa þeim.

Erla Björk Tryggvadóttir, nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ