Tæknin vs. uppeldið

Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa hvort of margir foreldrar seta of mikið traust í tæknina til að hjálpa við uppeldið. Núna er frændi minn 2 ára og ef hann sér t.d. síma þá á hann til að titra af spenningi því þetta er eitthvað sem hann hefur alist upp með. En erum við að leyfa tækninni að hafa of mikil áhrif á líf okkar, erum við orðin of háð henni? Er hún að gera okkur latari að ala okkar eigin börn upp? Hvar mun þetta enda? Verðum við öll með Google gleraugu og tölum ekki einu sinni við einstaklinginn sem er við hliðina á okkur heldur sendum honum skilaboð?

Sumir unglingar hafa ekki þekkt líf án snjallsíma. Eru unglingarnir að treysta of mikið á tæknina og nenna ekki að muna númerin hjá foreldrunum sínum? En tæknin hefur ekki bara slæmar hliðar. Í stað þess að banna hana nota margir kennarar hana til þess að kenna, veit ég nú bara þegar um eina stelpu sem er með mikinn athyglisbrest og að spila tölvuleiki á meðan kennarinn talar hjálpar henni að móttaka lærdóminum betur. En mesta áhyggjan mín er að við séum að láta tæknina ala börnin og unglingana upp því það er auðveldara. Hvað gefur foreldri barninu sínu sem tæknin getur ekki? Ást? Eyra til að hlusta með? Samúð. Þetta er bara nokkur atriði sem foreldrar geta gefið barninu sem tæknin getur ekki gefið. Ég er ekki hérna að dæma foreldra sem nota tæknina í uppeldi, heldur að benda á hvað þau geta verið  að missa af. Foreldrarnir vita yfirleitt hvað er best fyrir börnin sín frekar en einhver eða eitthvað annað. Systir mín hefur sýnt gott jafnvægi í uppeldinu, þ.e.a.s. með tækni og þátttöku í líf frænda míns. Eftir að þau hafa tekið þátt í líf hans fær hann þá að leika sér í tækni heiminum.

Unga kynslóðin er niðursokkin í snjallsímunum sínum  en eldri kynslóðir geta litið upp og séð framhjá tækninni út í lífið. Enn mér finnst að við sem erum eldri þurfum að minna unga fólkið á að líta upp og vera í núinu. Það þarf ekki alltaf að taka Snapchat til að muna eftir þessu augnabliki heldur að upplifa það sé mikilvægara.

Ég viðurkenni að ég er alltaf með símann minn á mér og upplifi mig eirðralausa án hans. Við þurfum að líta upp af og til og sleppa að setja allt á facebook. Tæknin er hér til að vera og við þurfum að læra að þróast með henni en við megum ekki leyfa henni að yfirtaka líf okkur.

Hera Matt, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði