„Ég ætla að rústa þér“ – týpan

Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu upp til. Þarna var frábært tækifæri fyrir vel þjálfaðan félagsmiðstöðvastarfsmann að móta jákvæðan og öflugan leiðtoga, leiðtoga sem hafði sigurhugarfar og drifkraft fyrir og hægt var að kenna að bera virðingu fyrir þeim sem ekki voru jafn sterkir á sömu grundvöllum. Þetta var leiðtogi sem, ef kennt, var að draga það besta fram í þeim í kringum sig og bera kennsl á styrkleika í fari jafningja sinna í stað veikleika og efla þá. Þetta er einstaklingur sem býr yfir því besta úr bæði íþrótta- og tómstundaheiminum. Lesa meira “„Ég ætla að rústa þér“ – týpan”

Þeir hörðustu lifa af

Flestir eru á þeirri skoðun að það sé öllum hollt og gott að stunda íþróttir. Það að æfa íþróttir getur styrkt bæði andlega og líkamlega líðan auk þess að geta ýtt undir góð félagsleg tengsl einstaklinga. Yfirleitt byrja krakkar ungir að æfa og velja sér þá íþrótt sem þeir hafa mestan áhuga á en seinna, þegar þeir eru orðnir eldri, fer metnaðurinn og viljinn til að skara fram úr oft að vaxa. Oft byrja krakkar að æfa hópíþróttir eins og t.d. handbolta og fótbolta á sama tíma og þau byrja í 6 ára bekk. Það er mikið fjör og mikið um leiki. Félagsstarfið er einnig mjög öflugt á þessum tíma og mikið gert í því að blanda hópnum saman. Lesa meira “Þeir hörðustu lifa af”

Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi

Á undanförnum árum hefur þjóðin fylgst af stolt með árangri íslenskra afreksíþróttamanna á heimsmælikvarða. Sá fjöldi sem við eigum af afreksfólki er í raun ótrúlegur ef miðað er út frá höfðatölu. Hvaða áhrif hefur árangur íslenskra íþróttamann á unglinga? Hafa allir unglingar sömu tækifæri? Margir hafa bent á það hversu hvetjandi árangur Íslendinga sé fyrir ungt fólk sem fylgist með og eignast margir flottar fyrirmyndir í kjölfarið. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort keppnisskapið og metnaðurinn geti orðið unglingum ofviða. Flest öll íþróttaiðkun krefst strangra æfinga og mikills aga, við kennum börnum að æfingin skapi meistarann sem er vissulega satt. En er eðlilegt að ætlast til þess að unglingar mæti á æfingar líkt og atvinnumenn, allt að sjö eða átta sinnum í viku? Auk þess að mæta daglega á æfingar þurfa þessir krakkar að sinna skólanum eins og aðrir. Það er æft á morgnana fyrir skóla, æft eftir skóla, á kvöldin og um helgar, ég velti því fyrir mér hvernig þetta sé yfirhöfuð gerlegt. Lesa meira “Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi”