Posts Tagged by áhættuhegðun
Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?
10 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í dag er talað um að ungmenni eigi erfitt uppdráttar, að lesskilningur fari lækkandi og ýmislegt annað á þann veg. Í þessu samhengi er yfirleitt verið að tala um unglinga almennt en sjónunum ekki beint að neinum sérstökum hópi og hvaða erfiðleika þau eru mögulega að glíma við. Unglingar eru auðvitað af öllum toga en þá er samhenginu beint að ungmennum sem stunda áhættuhegðun. Þar sem þau verða oft út undan sem börn og finna sig í félagsskap sem stundar […]
Mikilvægi íþróttastarfsins
24 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Eins og flestir vita þá hefur íþróttaþátttaka ótrúlega jákvæð áhrif á líðan ungmenna, bæði andlega, líkamlega og félagslega. Margar rannsóknir og gögn benda til þess að íþróttaiðkun íslenskra ungmenna hafi aukist gríðarlega á undanförnum áratugum og má rekja það til þeirra jákvæðu hugmynda sem flestir hafa um íþróttastarfið. Framboð margskonar íþróttagreina hefur aukist til muna svo að flest ungmenni ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrar hafa í vaxandi mæli kosið að senda börn sín í skipulagt íþróttastarf […]
Áhættuhegðun unglinga
23 March, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara […]
Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?
13 March, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég sest inn í bíl eftir langan og strangan dag, sný lyklinum í svissinum, bíllinn fer í gang og þar af leiðandi útvarpið líka. Þegar ég er kominn hálfa leiðina heim klárast lagið sem var í gangi og við tekur dáleiðandi raftónlist, takturinn er hrífandi, minnir svolítið á teknó-klúbb. Fljótlega byrjar dimm og drungaleg rödd að kyrja orðin: „Ungir strákar sem að elska að taka dóp! Ungir strákar sem að fá ekki nóg!“
Að missa tökin á tilverunni
6 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu. Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, […]
Týndu börnin
30 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hversu oft höfum við ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Hvað er það sem fær þessi börn til fara að heiman? Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum ungmennum áður en þau lenda á jaðrinum á samfélaginu og áður en þau grípa til þess ráðs að strjúka af heiman? Í janúar á þessu ári var Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri ráðinn í fullt starf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við leitina á týndu börnunum. Guðmundur hafði sjálfur persónulega […]