Posts Tagged by besta útgáfan
Stöðvum eltingaleikinn
21 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samanburður við aðra hefur alltaf átt stóran þátt í að skilgreina sjálfsmynd okkar. Við berum okkur saman við annað fólk og hefur samanburður við fyrirsætur, íþróttamenn og annað frægt fólk og áhrif þess á sjálfsmynd okkar verið grunnurinn í ótal rannsóknum. Í dag hefur þessi samanburður við annað fólk ekkert minnkað og við bætist að nú erum við líka að bera okkur saman við tölvugerðar útlitsbættar myndir af okkur sjálfum.