Posts Tagged by börn
Tengslaröskun – lítil sem engin þekking
26 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég vinn með börnum og ungmennum með margþættan vanda, greiningarnar sem við vinnum með eru margar og fjölbreyttar og hver annarri áhugaverðari. Sú greining sem mér hefur alltaf þótt mjög áhugaverð er sérstök greining sem heitir tengslaröskun (e. attachment disorder). Tengslaröskun er flókin og hefur hingað til verið erfitt að greina hana, en aftur á móti er greiningin frekar ný og má því áætla að þekkingin sé ekki mikil vegna þess. Mig langar að stikla á stóru í þessari grein […]
Brottfall unglinga í skipulögðum íþróttum
1 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Regluleg hreyfing barna og unglinga er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Samfélagið okkar í dag virðist vera að draga úr daglegri hreyfingu og kyrrseta ungmenna orðin algengari en áður. Hreyfing ungmenna getur dregið úr andlegum og líkamlegu sjúkdómum, svo sem kvíða og þunglyndi. Einnig eru ungmenni sem stunda íþróttir að sýna fram á betri sjálfsmynd og eru mun ólíklegri til að neyta vímuefna.
Transbörn
29 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef aldrei leitt hugan að trans fólki, hvað þá að það væru til trans börn. Ég hef ekkert á móti þeim sem eru öðruvísi. Þau eru bara venjulegar persónur eins og ég. Það hafði ekki hvarflað að mér að börn gætu verið svona ung og verið búin að uppgötva það að þau væru kannski stelpa en ekki strákurinn sem þau voru þegar þau fæddust. Þegar börn tengja ekki við það kyn sem þau fæddust með, fer í gang ferli […]
Hver eru þín mörk?
24 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja. Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll […]
Hvenær eru tómstundir orðnar kvöl og pína?
16 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir ef ekki allir unglingar nú til dags stunda tómstundir. Þær geta verið af ýmsu tagi; æfa íþróttir, læra á hljóðfæri eða slaka á í góðra vina hópi svo eitthvað sé nefnt. Tómstundir eru jákvæðar, uppbyggjandi og skemmtilegar en hvenær fara þær að verða kvöð og pína? Eru unglingarnir að stunda þær fyrir sig sjálf eða til þess eins að þóknast öðrum?
Samvera skiptir máli
10 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn […]
Frístundastyrkir
5 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir ekki svo löngu sá ég birtan lista yfir þau sveitarfélög sem greiða út svokallaðan frístundastyrk til barna á aldrinum 3-18 ára. Listinn sýndi mismunandi upphæðir styrkja og mismunandi aldur þiggjenda eftir sveitarfélögunum. Þetta fyrirbæri, frístundarstyrkur er ætlaður til þess að koma til móts við foreldra varðandi kostnað fyrir frístundir barna þeirra. Sveitarfélögin bjóða upp á frístundarstyrk til foreldra að ákveðinni upphæð sem foreldrar geta svo notað til þess að greiða fyrir frístund barna sinna. Markmiðið með frístundastyrknum er að […]
„Hvað meinaru?“
25 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er spurning sem ég er farin að fá oftar og oftar, og áherslan á „hvað meinaru“ ? verður sterkari og háværari með hækkandi unglingsaldri barnanna minna. Byrjaði sem saklaust „ha“? Þegar börnin voru rétt að byrja að tala, þá var „ha“ oftast svarið sem ég fékk við nánast öllu. „Af hverju“ orðasamsetningin kom svo á eftir „ha“ tímabilinu. Meira segja þegar þau vissu vel „af hverju“ þá var það eins og einhver þörf hjá þeim að bæta við „af hverju“?
Falin blessun tölvuleikja
4 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frá því að tölvuleikir komu sér fyrir í frítíma og tómstundum ungmenna hafa þeir verið rakkaðir niður úr mörgum áttum. Hver þekkir ekki „Ef þú horfir of mikið á sjónvarpið verða augun þín kassalaga“ það var að minnsta kosti það sem ég heyrði á mínum yngri árum þegar ég spilaði Nintendo fyrir framan sjónvarpið og viti menn, augun mín eru ekki kassalaga. Auk þess heyrði ég: „Þú skemmir á þér augun við það að horfa of lengi á skjá“. Þrjátíu […]
Tölvuleikir þurfa ekki að vera slæmir
18 July, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 1962 var fyrsti tölvuleikur heims talinn vera forritaður. Sá leikur var kallaður Spacewar og var frekar einfaldur miðað við það sem við þekkjum í dag. Samt sem áður var þessi leikur spilaður á tölvu sem var á stærð við bíl þar sem að þessi nýja tækni var ekki langt komin. Þarna fór boltinn að rúlla og með árunum sem liðu fóru fleiri slíkir leikir að koma við sögu. Á níunda áratugnum voru spilakassaleikir orðnir vinsælir og ansi margir en […]