Posts Tagged by Félagsmiðstöð
Samskipti starfsfólks og unglinga innan félagsmiðstöðva
12 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin er sá tími þar sem margar breytingar eiga sér stað, bæði líkamlega og andlega. Líkami unglinga þroskast, útlit þeirra breytist og nýjar og stórar tilfinningar kvikna, sem þau oft á tíðum ráða ekki við. Unglingar geta því verið viðkvæmir og tilfinningaríkir. Unglingsárin eru einnig tíminn þar sem unglingar eru að finna sjálfan sig, móta sjálfsmynd sína, skoðanir og viðhorf. Mikilvægt getur því verið fyrir unglinga að hafa góðan stuðning til að leita til og hafi góðar fyrirmyndir. Tómstundir af […]
Hvar eru unglingarnir?
27 August, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það á við um mína kynslóð, sem og þær sem á undan hafa gengið, að okkur finnst allt hafa verið betra þegar við vorum að alast upp. Ég, ásamt flestu fólki sem er staðsett núna miðja vegu milli þrítugs og fertugs, sé tíunda áratug síðustu aldar baðaðan gylltum ljóma. Hreinlega allt var betra þá; tónlistin, tískan, veðrið, tæknin/tæknileysið, nefndu það. Tíundi áratugurinn var það fullkominn að nánast væri hægt að ræða um útópíu í þessu samhengi. Eða hvað?
,,Það er ekkert að gera á þessum stað“
11 June, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í gegnum tíðina hef ég oft heyrt þessa setningu ,,það er ekkert að gera á þessum stað“ og eflaust eru margir aðrir sem koma frá litlum þorpum og bæjum utan af landsbyggðinni sem hafa heyrt þetta líka. Oftar en ekki þá má heyra unglingana segja þessi orð og ástæðan sú að þeim finnst lítið sem ekkert tómstundastarf vera í boði fyrir þá í sínum bæ. Vissulega er þetta rétt að mörgu leyti, það er kannski bara ein íþrótt sem hægt […]
Er síminn að taka yfir?
2 June, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þar sem ég vinn í félagsmiðstöð er ég í kringum unglinga alla virka daga. Það gerist ör sjaldan að ég sjái þau ekki í símanum, haldandi á símanum eða að skoða hvað eintaklingurinn við hliðina á þeim er að gera í símanum. Unglingarnir líta oft varla upp úr símanum þegar reynt er að tala við þau og skortir alla athygli á því hvað er að gerast í kringum þau þegar síminn er á lofti. Er þetta orðið áhyggjuefni hvað unglingar […]
Free the nipple, þöggun, konur tala, me too og hvað svo?
27 May, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Feminískar netbyltingar hafa verið sýnilegar síðustu ár og íslenskir unglingar verða varir við þessar byltingar, jafnvel meir en við fullorðna fólkið þar sem flest eyða þau meiri tíma en við á bak við skjáinn. Allar snúa þessar byltingar að sjálfræði kvenna yfir eigin líkama og það að skila skömminni. En hver eru næstu skref? Hvað getum við gert til þess að fyrirbyggja þörfina á byltingum sem þessum eftir nokkur ár? Opinská umræða um kynlíf, kynheilbrigði, klám, kynverund og kynhneigð er eitthvað sem ég tel geta […]
„Ég ætla að rústa þér“ – týpan
11 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu […]
Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?
9 March, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum […]