Posts Tagged by félagsmiðstöðvar
Börnin sem sitja á hakanum
24 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestum er kunnug starfsemi félagsmiðstöðva. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík eru fyrir ungmenni í 5. – 10. bekk grunnskóla. Í starfsskrá frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar er hlutverk félagsmiðstöðva skilgreint á þann veg að þær eigi að bjóða ungmennum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Ásamt því að bjóða þeim upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Þetta þýðir að félagsmiðstöðvarnar standa ungmennum opnar við […]
Ruslageymsla eða fjársjóðskista?
10 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
„Er félagsmiðstöð ekki bara svona staður sem unglingar hanga á?“ Er spurning sem að tómstunda- og félagsmálafræðinemar svara reglulega. Þá sérstaklega þau okkar sem starfa á slíkum stöðum. Félagsmiðstöð er vissulega staður sem unglingar koma og „hanga“ á, en það er bara svo margt annað sem að staðurinn getur gert fyrir þau. Sú alhæfing að unglingar geri ekki annað í félagsmiðstöðvum en að eyða tíma sínum þar er í besta falli móðgun og í versta falli niðurbrjótandi fyrir þá öflugu […]
Eigum við að lögleiða félagsmiðstöðvar?
16 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Já, það er skrítið að ég sé að spá í því hvort að það eigi að lögleiða félagsmiðstöðvar. Mörgum finnst eftirfarandi setning vera ögn eðlilegri: ,,Eigum við að lögleiða kannabis?” Enda hefur hún verið á milli tannanna á fólki í langan tíma. En ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér er sú að félagsmiðstöðvar eru í raun ekki þjónusta sem sveitarfélögin þurfa í raun að hafa eins og til að mynda skólar. Með einu pennastriki getur bæjarstjórn hvers sveitarfélags […]
Samfestingurinn – Barn síns tíma?
9 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í dag þekkjum við félagsmiðstöðvar sem stað án áfengis og vímuefna þar sem unglingar geta komið saman í frítíma sínum. Flestar félagsmiðstöðvar eru með opið nokkrum sinnum í viku og bjóða ýmist upp á klúbbastarf, opin hús eða stærri viðburði eins og böll, árshátíðir, leiksýningar og fleira. Félagsmiðstöðvum var komið á laggirnar í kringum 1955 því fólki varð ljóst að unglingum vantaði eitthvað að gera í frítíma sínum. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og í kjölfar þess Tómstundarheimilið. Næstu […]
Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns
24 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Síðastliðin 150 ár hafa átt sér stað gríðarlegar samfélagsbreytingar sem gerir það að verkum að æskulýðurinn hverju sinni er sífellt að takast á við aðstæður sem foreldrarnir þekkja ekki af eigin raun í sínu uppeldi. Getur því fylgt óöryggi sem kemur meðal annars fram í þeirri firru að æskylýðurinn sé ávallt á villigötum. Ef aðstæður heima fyrir eru ekki upp á sitt besta, samtal, tími eða stuðningur foreldra ekki til staðar, þá ættu ungmenni ekki að vera í neinum erfiðleikum […]
Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“
16 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Við sitjum við eldhúsborðið og umræður snúast um „hina krakkana“ eins og börnin mín kalla þau en það eru krakkarnir sem ekki stunda íþróttir alla daga vikunnar. Hvað gera þeir unglingar sem ekki æfa íþróttir í frítíma sínum ? Þegar ég spyr 13 ára dóttur mina hvað vinir hennar í skólanum geri og hvort þau færu kannski í félagsmiðstöð skólans var svar hennar einfalt – „hvað er félagsmiðstöð“? Ég á 2 börn á unglingsaldri sem æfa afreksíþrótt alla daga vikunnar […]
Týndu börnin
30 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hversu oft höfum við ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Hvað er það sem fær þessi börn til fara að heiman? Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum ungmennum áður en þau lenda á jaðrinum á samfélaginu og áður en þau grípa til þess ráðs að strjúka af heiman? Í janúar á þessu ári var Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri ráðinn í fullt starf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við leitina á týndu börnunum. Guðmundur hafði sjálfur persónulega […]
Mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs
26 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í félagsmiðstöðvum víða um land er unnið gott og faglegt starf þar sem starfsmenn setja krafta sína í að veita ungmennum jákvætt og uppbyggjandi umhverfi til að sækja félagsstarf. Á landsbyggðinni er oft minna um fjölbreytni í tómstunda- og íþróttastarfi en gerist í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikilvægt æskulýðsstarf er fyrir ungmenni sem búa á landsbyggðinni og hafa ekki úr miklu að velja. Ef lítið eða ekkert stendur til boða í […]