Posts Tagged by Forvarnir
Forvarnir
21 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Börn og unglingar er sá hópur sem eru í mestri hættu á að byrja að drekka því flest allir eldri eru búnir að móta sér stefnu hvort þeir muni drekka eða ekki. Hvernig getum við sem samfélag reynt að koma í veg fyrir að unglingar verði fyrir áhrifum samfélagsins um áfengisneyslu? Eins og staðan er núna eru áfengisauglýsingar bannaðar sem gerir það að verkum að börn og unglingar finna ekki jafn mikið fyrir þrýstingi um að byrja að drekka. Sú […]
Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga
14 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Forvarnir eru mikilvægar fyrir alla hópa en sérstaklega mikilvægar fyrir unglinga. Forvarnir eru margþætta og gerast þó svo við tökum ekki eftir því. Félagsmiðstöðvar, foreldrar, vinir og sértæk forvarnafræðsla eru hluti af forvörnum sem unglingar fá á þessum aldri. Ísland er að standa sig vel í þessum málum að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það, og við vitum það sennilega flest öll að, íþróttaiðkun hefur gríðarlega mikið forvarnagildi, sérstaklega […]
Að missa tökin á tilverunni
6 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu. Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, […]
Stemmum stigu við þunglyndi unglinga
5 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þunglyndi unglinga er stórt vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undartekning. Miðað við rannsóknir hefur klínískt þunglyndi greinst hjá 20% unglinga fyrir 18 ára aldur. Þessar tölur eru sláandi. En hvað erum við að gera til að stemma stigu við vandanum? Ef unglingur greinist með klínískt þunglyndi er hann helmingi líklegri til að falla aftur í þunglyndi seinna á ævinni. Einnig eru börn foreldra sem hafa greinst með þunglyndi líklegri til að greinast einnig með þunglyndi. En þunglyndi hefur […]
Að koma félagi á framfæri
18 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hér í Reykjanesbæ er lítill hópur um það bil sjö ungmenna sem er í félagi sem heitir Núll prósent. Núll prósent er hópur ungra einstaklinga á aldrinum 14-30 ára sem vilja koma saman og skemmta sér án nokkurra vímuefna. Núll prósent hefur gert marga skemmtilega og áhugaverða hluti saman, þar á meðal haft spilakvöld, bíó, skautaferðir og fleira. Svo fara þau líka til útlanda eins og til Rúmeníu í sumarbúðir og á þing samtakanna, til Svíþjóðar og Noregs til að […]
Nútímaunglingurinn
29 March, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Það þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í […]
Vissir þú þetta um félagsmiðstöðvastarfsmenn?
11 March, 2015 | Posted by Guðmundur Ari under Aðsendar greinar |
|
Félagsmiðstöðvar hafa verið til í einhverri mynd síðan 1956 sem afdrep fyrir unglinga. Undanfarin ár hefur orðið gífurleg þróun í starfi félagsmiðstöðva, allavega í Reykjavík, og fagstarfið sem þar er unnið skákar oft á tíðum því sem best gerist annars staðar í heiminum. Undirritaður hefur rekið sig á stórskemmtilega fordóma gagnvart starfi félagsmiðstöðva og bakgrunn félagsmiðstöðvarstarfsmanna; talið að þeir séu bara að leika sér og jafnvel í einhverri pattstöðu í lifinu. Því fer ansi fjarri raunveruleikanum. Vissir þú að… … […]
Frístundir fyrir alla?
18 June, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under Aðsendar greinar |
|
Mikilvægi skipulags frístundastarfs fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku Skipulagt íþrótta- og tómstundarstarf meðal barna og unglinga hefur fest rótum í íslensku samfélagi á undanförnum áratugum. Rannsóknir hérlendis sem og erlendis benda til forvarnargildi skipulags frístundastarfs og hefur orðið viðhorfsbreyting til fagvitundar þeirra sem vinna á þessum vettvangi með aukinni menntun og sérhæfingu. Hins vegar er frístundastarf fyrir börn og unglinga ekki alþjóðlegt fyrirbæri og hugmyndir um gildi þess ólíkt milli samfélaga. Í Reykjavík búa um það […]