Posts Tagged by fræðsla
Meiri kynfræðslu – TAKK!
6 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari? Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og […]
Það þarf ekki nema eina mynd
8 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á öllum heimilum má finna einhvers konar snjalltæki og eru fáir sem fara að heiman án þess að vera með símann sinn með sér. Í kjölfar þessarar aukningar á snjalltækjum og samfélagsmiðlum má sjá nánast alla unglinga með síma og keppast þau um að vera með nýjustu og bestu símana. Nú til dags sér maður varla framan í fólk vegna þess að við eigum það til að lúta höfði ofan í símann okkar. En hvernig hefur þessi aukning á snjalltækjum […]
Einelti er dauðans alvara …
13 August, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að flytja á nýjan stað getur haft margt í för með sér, bæði jákvætt og neikvætt og skiptir þá engu máli á hvaða aldri maður er. Það getur bæði verið spennandi en einnig getur því líka fylgt mikil óvissa, sér í lagi fyrir yngri kynslóðina þar sem að þau eru sífellt í mótun og sum hver þola illa breytingar. Oft gera börn sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera þegar að þau taka nýja nemandann fyrir bæði […]
Kynlíf og unglingar
30 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin eru viðkvæmir tímar í lífi flestra. Spurningar og vangaveltur um allskyns atriði vakna. Eitt þeirra atriða er kynlíf. Sú umræða getur verið vandræðaleg og óþægileg fyrir flesta unglinga og þeir vilja helst ekki tala um það um við aðra en forvitnir eru þó flestir. Hvar fá krakkarnir svör við sínum vangaveltum? Á vafasömum netsíðum, samskiptum við félaga, í myndum og fleira í þeim dúr. Skilaboðin sem þaðan eru fengin eru oft að kynlíf sé eftirsóknarvert, karlar eru alltaf til […]
Frá fikti til dauða
30 March, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 2018 er ný gengið í garð og hafa nú þegar sex einstaklingar látið lífið af völdum fíkniefnaneyslu, sex einstaklingum of mikið. Einstaklingarnir eru með misjafnan bakgrunn og eru á öllum aldri sem skilja eftir sig börn, foreldra, maka og aðra ættingja og vini í miklum sárum. Að sjá á eftir ástvini sem fer þessa leið er hræðilegt. Hver einn og einasti aðstandandi hugsar með sér hvað hefði ég getað gert betur? Hvað klikkaði? Fyrst kemur reiðin, síðar sorgin og svo […]
Að missa tökin á tilverunni
6 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu. Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, […]