• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Posts Tagged by Frístundaheimili

Nýjar áskoranir – Breytt heimsmynd

15 April, 2021 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Frístundastarf er frjáls vettvangur þar sem óformlegt nám á sviði félagslegrar og lýðræðislegrar þátttöku, félagsleg virkni, félagsfærni og þróun sjálfsmyndar fer fram. Með þátttöku í frístundastarfi fá börn tækifæri til að leita þekkingar og efla færni sem þau geta notað seinna í samfélaginu. Í frístundastarfi kemur fjölbreyttur hópur barna með mismunandi uppeldi og uppruna og fá þau að upplifa margbreytilegt samfélag með skýrum römmum sem er mikilvægt fyrir þróun samfélags.

Þeirra annað heimili

7 November, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Af hverju skiptir það máli að hafa sérhúsnæði fyrir frístundastarf? Húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili er grundvöllur þess að halda úti góðu og virku starfi. Í húsnæðinu þarf að vera gott flæði þar sem mikil starfsemi fer fram. Húsnæðið þarf að hafa mikið rými svo að krakkarnir hafi pláss til að leika sér. Það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram í félagsmiðstöð eða á frístundaheimili. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vellíðan barna og ungmenna eykst með frítímastarfi […]

Orðræða í kringum störf með börnum og unglingum

14 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Bíddu, vinnur þú ekki í félagsmiðstöð? Eða var það frístundaheimili? Passa börn, er það ekki bara þæginlegt og auðvelt? Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni? Ertu að fá borgað fyrir þetta starf? Er þetta ekki kvennastarf? Verður ekki svona klár strákur eins og þú að fá sér alvöru vinnu? Er þetta ekki hálfgert djók þetta nám sem þú ert í?

Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?

4 June, 2018 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

  Ég er nemandi í Listfræði við Háskóla Íslands og er að taka Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein við BA gráðuna mína. Einnig hef ég unnið hjá Reykjavíkurborg og farið með hópa af börnum og unglingum á listasöfnin í Reykjavík. Mér finnst mikilvægt að börn og unglingar kynnist listum vegna þess að það eykur þroska þeirra og skilning á menningu þeirri sem þau eru partur af. Listir eru uppeldisatriði og börn eiga rétt á að læra að njóta lista, eins […]

Gæði og þróun – Um dægradvöl í Kópavogi

26 January, 2016 Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar

Frístundaheimilin sem ætluð eru fyrir 6-9 ára börn eru mikilvægur þáttur í lífi þeirra margra. Þar gefst börnunum tækifæri á að njóta sín, efla félags- og samskiptahæfni í gegnum bæði frjálsan leik og markvisst hópastarf og mynda vinatengsl við jafningja sína.

Gæðamat á frístundastarfi

12 January, 2015 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Fréttir

Gæði frístundastarfs hefur í gegnum tíðina verið umræðuefni þeirra sem að því standa og sitt sýnist hverjum um hvað sé gott frístundastarf og hvernig ná skuli fram því besta hjá þeim sem þar eru þátttakendur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað að frístundamálum hjá Reykjavíkurborg hátt á annan áratug. Hún hefur ásamt Björk Ólafsdóttur, matsfræðingi, leitt þar vinnu við gerð gæðaviðmiða fyrir frístundastarf og Frítíminn forvitnaðist um þetta verkefni hjá Sigrúnu.

Skilgreining á hugtökum á vettvangi frítímans

25 November, 2014 Posted by Guðmundur Ari under Greinar

Þegar sessunautur minn á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir rakst á setningu sem stuðaði hann úr nýsamþykktri stefnu í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 spruttu fram líflegar umræður um hugtök og hugtakarugling á vettvangi frítímans. Setningin er svohljóðandi: „Stuðla að jafnvægi milli þátttöku í æskulýðsstarfi, öðru frístundastarfi, fjölskyldulífi og námi.” (Menntamálaráðuneytið, 2014) Umræðan sem fór af stað snéri s.s. að því hver væri munurinn á æskulýðsstarfi og öðru frístundastarfi. Allir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að frístundastarf og tómstundastarf væri […]

Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Feb 2023 >>
MTWTFSS
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn