• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Posts Tagged by frístundastarf

Lýðræði og tómstundastarf

22 June, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Í stuttu máli má segja að lýðræði og lýðræðisleg þátttaka sé hlekkur í að við sjáum eigin hagsmuni falla saman við almannahag. Þátttaka í tómstundastarfi er því ákveðin samfella þess að hafa val og hafa áhrif á framvindu starfs sjálfum sér og öðrum til menntunar og ánægju. Lýðræði í tómstundastarfi og lýðræðisleg þátttaka í starfinu er því mikilvæg því hún er trygging þess að við og aðrir séum gerendur í starfinu en ekki viljalaus verkfæri sem fljótum bara með.

Gæðamat á frístundastarfi

12 January, 2015 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Fréttir

Gæði frístundastarfs hefur í gegnum tíðina verið umræðuefni þeirra sem að því standa og sitt sýnist hverjum um hvað sé gott frístundastarf og hvernig ná skuli fram því besta hjá þeim sem þar eru þátttakendur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað að frístundamálum hjá Reykjavíkurborg hátt á annan áratug. Hún hefur ásamt Björk Ólafsdóttur, matsfræðingi, leitt þar vinnu við gerð gæðaviðmiða fyrir frístundastarf og Frítíminn forvitnaðist um þetta verkefni hjá Sigrúnu.

Skilgreining á hugtökum á vettvangi frítímans

25 November, 2014 Posted by Guðmundur Ari under Greinar

Þegar sessunautur minn á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir rakst á setningu sem stuðaði hann úr nýsamþykktri stefnu í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 spruttu fram líflegar umræður um hugtök og hugtakarugling á vettvangi frítímans. Setningin er svohljóðandi: „Stuðla að jafnvægi milli þátttöku í æskulýðsstarfi, öðru frístundastarfi, fjölskyldulífi og námi.” (Menntamálaráðuneytið, 2014) Umræðan sem fór af stað snéri s.s. að því hver væri munurinn á æskulýðsstarfi og öðru frístundastarfi. Allir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að frístundastarf og tómstundastarf væri […]

Þjónandi forysta – Eitthvað vælulegt og í besta falli fyrir kerlingar?

27 October, 2014 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Oft er ég spurð hvort þjónandi forysta (e. servant leadership) sé ekki bara einhverjar kerlingabækur, eitthvað fyrir ístöðulausa stjórnendur og undirlægjur? Svarið er nei! Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem mörg stórfyrirtæki hafa tileinkað sér með það að markmiði að hámarka afköst og arð með gæði og starfsánægju í fyrirrúmi. Má þar nefna bandarísk fyrirtæki á borð við South West Arlines, Starbucks, TDIindustries og Zappo svo eitthvað sé nefnt. Íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tileinka sér þjónandi forystu fer einnig mjög fjölgandi.

Jákvæð sálfræði og frístundastarf

1 October, 2014 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar

Ég átti einu sinni spjall við kennara á grunnskólastigi. Hann barmaði sér yfir því að fyrsta spurning foreldra í foreldraviðtölum væri hvort barn þess ætti vin í bekknum eða ekki. Kennarinn hafði væntingar um að foreldrar hefðu frekar áhuga á hvernig gengi hjá barninu að læra að lesa. Við sem þekkjum frístundastarf skiljum að það eru samskipti sem skipta mestu máli. Að fá að njóta sín, kynnast jafnöldrum, eignast vini og kunningja, að fá að reyna á hæfileika sína og […]

Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
börn Einelti Fagfélag fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf klámvæðing kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd Skólastarf snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni uppeldi áhættuhegðun íþróttir útinám útivera útivist þáttttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Jan 2021 >>
MTWTFSS
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn