Posts Tagged by Frítími
Það er líf eftir skóla
29 October, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kvöld eitt sat ég heima hjá mér líkt og önnur kvöld að læra, úr herbergi unglingsdóttur minnar sem nú senn lýkur 10. bekk bárust fagrir gítartónar þar sem hún var að æfa sig undir gítartíma. Skyndilega þagna þessir tónar og hurðinni er hrundið upp og andlit birtist í gættinni sem tilkynnti mér að þetta væri síðasti veturinn í gítar því hún ætlaði að hætta eftir þennan vetur, ástæðan jú hún hefði svo mikið að gera í heimalærdómnum núna og það […]
Hvernig geta fatlaðir nýtt frítímann sinn sem best?
14 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég greindist með taugasjúkdóm þegar ég var einungis 8 mánaða og þekki þar með lítið annað heldur en að vera hreyfihamlaður. Eftir að ég byrjaði að læra Tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands þá hef ég velt mikið fyrir mér hversu mikilvægur frítími fyrir fatlaða einstaklinga er. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og ef ég á að vera hreinskilinn var voða lítið í boði fyrir mig í frítíma mínum sem barn og unglingur sem ég hafði áhuga á. […]
Heimanám sem yfirtekur frítíma
20 September, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir nokkrum árum var ég sem skátaforingi að leita að verkefnum til að gera með skátunum. Þemað í verkefninu var réttindi barna svo ég skoðaði vefsíðu umboðsmanns barna í leit að einhverjum skemmtilegum upplýsingum. Ég tók eftir að á síðunni er dálkur sem er tileinkaður börnum og unglingum og þar inni er sérstök spurt og svarað síða. Þegar ég renndi yfir spurningarnar sá ég spurningu frá 14 ára stúlku. ,,Hvað á maður að gera ef allur bekkurinn finnst að það […]
Krafa samfélagsins til ungmenna
23 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular […]
Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga
11 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Málefni sem hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið er sjálfsmynd unglinga og þau áhrif sem samskiptamiðlar og aukin notkun á þeim hefur á hana. Sjálfsmyndakrísa er vissulega ekki nýtilkominn vandi á unglingsárunum en samskiptamiðlarnir eru tiltölulega nýlegir og í dag er það stór undantekning ef unglingur notast ekki við slíka miðla. Með samskiptamiðlum er átt við forrit á borð við Facebook, Instagram og Snapchat, en þetta eru nokkrir best þekktu samskiptamiðlarnir úr þeim hafsjó sem í boði er.
Skilgreining á hugtökum á vettvangi frítímans
25 November, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Greinar |
|
Þegar sessunautur minn á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir rakst á setningu sem stuðaði hann úr nýsamþykktri stefnu í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 spruttu fram líflegar umræður um hugtök og hugtakarugling á vettvangi frítímans. Setningin er svohljóðandi: „Stuðla að jafnvægi milli þátttöku í æskulýðsstarfi, öðru frístundastarfi, fjölskyldulífi og námi.” (Menntamálaráðuneytið, 2014) Umræðan sem fór af stað snéri s.s. að því hver væri munurinn á æskulýðsstarfi og öðru frístundastarfi. Allir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að frístundastarf og tómstundastarf væri […]