Posts Tagged by fyrirmynd
„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“
4 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum. Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar […]
Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?
27 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Og hvaða skápur er þetta? Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér […]
Fyrirmynd eða áhrifavaldur?
25 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“. Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og […]
„Hvað meinaru?“
25 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er spurning sem ég er farin að fá oftar og oftar, og áherslan á „hvað meinaru“ ? verður sterkari og háværari með hækkandi unglingsaldri barnanna minna. Byrjaði sem saklaust „ha“? Þegar börnin voru rétt að byrja að tala, þá var „ha“ oftast svarið sem ég fékk við nánast öllu. „Af hverju“ orðasamsetningin kom svo á eftir „ha“ tímabilinu. Meira segja þegar þau vissu vel „af hverju“ þá var það eins og einhver þörf hjá þeim að bæta við „af hverju“?
Að vera vinur er ekkert grín
1 October, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta […]
Vil ég vera fyrirmynd?
18 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ef einhver hefði spurt mig sjálfa fyrir 10 árum hvort að ég héldi að ég gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra hefði svarið verið nei. Ég var þessi stelpa sem var mjög feimin en aftur á mót mjög virk. Ég var hluti af vinahóp sem voru svona ,,the cool kids” ef við slettum aðeins en ég var svo aftarlega í fæðukeðjunni hjá þeim að ég hékk inn í hópunum því að besta vinkona mín þá var í hópnum. Mig langaði alltaf […]
Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir
18 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og […]
„Burtu með fordóma … þetta er engin algebra, öll erum við eins.“
10 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kveikjan að umfjöllunarefni þessarar hugleiðingar, fordómum, er rannsókn sem ég rakst á ekki fyrir löngu. Rannsóknin var frá árinu 2013 og sneri að viðhorfum ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flóttafólks. Mér þótti efnið mjög áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu að undanföru og þeim stóra hópi flóttafólks sem nú er í Evrópu. Um var að ræða viðtalsrannsókn þar sem talað var við 19 ungmenni og voru fimm þeirra sem gerðu skýran greinarmun á „okkur“ og […]