„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“

Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum.

Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar helstu upplýsingar til unglinganna, auglýsingar fyrir dagskrá og viðburði og skráningarform. Einnig er mjög auðvelt að hafa samband við félagsmiðstöðina í gegnum skilaboð. Sumir nota líka Instagram til þess að halda utan um klúbba- og hópastarf. Til þess að ná betur til unglingana og útskýra fyrirkomulag fyrir ákveðin viðburði eða hreinlega bara til þess að „peppa“ þá eru starfsmenn oft í forsvari á samfélagsmiðlunum, þá sérstaklega í ,,story” á Instagram og í myndböndum á TikTok. Þegar að unglingarnir sjá mjög reglulega starfsfólk félagsmiðsöðva á samfélagsmiðlum er hætta á því að þau upplifi það sem mjög eðlilegt að fara að fylgja þeim á þeirra persónulegu aðgöngum. Starfsfólkið verður að fígúru (e. figure) .

Starfsfólk félagsmiðstöva eru fyrirmyndir fyrir unglinga og sem er oft mjög vand með farið þegar verið er að ráða starfsfólk í flélagsmiðstöðvar. Gerðar eru kröfur á að starfsfólk beri virðingu fyrir öðrum, séu til fyrirmyndar í samskiptum með því að nota ekki niðrandi orðræðu ásamt því að þeir leiðbeini unglingum þegar þau geri eitthvað rangt. Starfsfólk félagsmiðstöva er oft ungt fólk sem notar mikið samfélagsmiðla og unglingarnir líta mikið upp til. Er ekki mikilvægt að starfsfólk sé líka til fyrirmyndar á samfélagsmiðlum? Að mínu mati finnst mér það mjög mikilvægt. Það er ábyrgð sem að fylgir því að vinna með börnum og unglingum og finnst mér að hún eigi að ná til samfélagsmiðla líka.

Ég velti því samt fyrir mér hvort að starfsstaðir geti krafist þess af starfsfólki sínu hvernig samfélagsmiðlum þeirra sé háttað, hvort það er að hafa þá opna eða lokaða aðganga eða hvað er óviðeigandi á samfélagsmiðlum? Klárlega ekki en það gæti verið sniðug lausn fyrir félagsmiðstöðvar að gera sáttmála meðal starfsmanna hverju sinni þar sem að umræðan er tekin um það hvaða hlutverki starfsfólk gegnir og biðji það um að vera meðvitað um það sem að það er að birta á samfélagsmiðlum.

—-

Guðmunda Bergsdóttir

 

 

Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”

Fyrirmynd eða áhrifavaldur?

Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“.

Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og láta gott af þér leiða. Góð fyrirmynd hefur mikil áhrif á hvað og hvernig við gerum hlutina alla daga. Að vera áhrifavaldur þýðir að vera með auglýsingar á samfélagsmiðlum, gefa alls konar vöru með afsláttarkóða sem þú getur ekki lifað án að þeirra sögn. Svo fá áhrifavaldar greitt fyrir hversu margir nýta kóðan ásamt fastri greiðslu. Mér hefur oft fundist þetta snúast meira um að áhrifavaldurinn er aðeins að auglýsa þessa vöru svo hann fái borgað en ekki vegna þess að honum líkar varan.

Allir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörkin 13 ára. Á þessum aldri eru börnin okkar ennþá verulega ung. Því spyr ég: Þarf ekki meiri eftirfylgni með þessu? Frá þessum aldri og jafnvel fyrr, eru börn byrjuð að fylgjast með áhrifavöldum á öllum mögulegum samfélagsmiðlum. Efnið sem finnst þar inni er jafn mismunandi og fólkið og endalaust af upplýsingum og áreiti sem streymir inn. Er bara í lagi að 13 ára séu að spá í tannhvíttun, varafyllingum, veipum og áfengi?

Já, ég sagði áfengi, sem er með lögum bannað að auglýsa en virðist viðgangast á samfélagsmiðlum. Það er verið með alls konar leiki og því næst er dregin út kassi af bjór. Margir áhrifavaldar eru svo oft blekaðir á miðlum sínum að sýna hversu gaman er að vera undir áhrifum og hvað þeir gera sig að miklum fíflum. Erum við þá að sýna unglingum okkar hvernig á að haga sér eða hvernig á ekki að haga sér?

Að mínu mati þyrfti að herða verulega á auglýsingareglum, hvað má og hvað má ekki auglýsa á samfélagsmiðlum. Það er ekki hollt fyrir neinn, hvað þá unglinga sem eru eins og svampar að sjúga í sig hvað er í tísku og hvað á að kaupa! Þó svo þú eigir ekki nýjasta símann, 150 þúsund króna úlpu eða nýjustu air skóna þá ertu ekkert verri manneskja. Það eru margir unglingar sem eru í 50 til 80 prósenta vinnu með skóla til þess eins að geta fjármagnað neyslu sína. Það hefur sýnt sig að það er ekki mælt með að unglingar vinni mikið með skóla. Það hefur áhrif á heimanám, svefn og oft félagsskap sem er svo mikilvægur á þessum uppvaxtar- og mótunarárum. Með vinnu sjá þau oft peninginn í hyllingum og hætta þá frekar í skóla.

Við fullorðna fólkið eigum að vera fyrirmyndir fyrir unglingana okkar. Við ættum að vera nægjusöm og kenna unglingunum okkar það líka.

Hvort ert þú fyrirmynd eða áhrifavaldur?

Sveinborg Petrína Jensdóttir

 

 

„Hvað meinaru?“

Er spurning sem ég er farin að fá oftar og oftar, og áherslan á „hvað meinaru“ ? verður sterkari og háværari með hækkandi unglingsaldri barnanna minna. Byrjaði sem saklaust „ha“? Þegar börnin voru rétt að byrja að tala, þá var „ha“ oftast svarið sem ég fékk við nánast öllu. „Af hverju“ orðasamsetningin kom svo á eftir „ha“ tímabilinu. Meira segja þegar þau vissu vel „af hverju“ þá var það eins og einhver þörf hjá þeim að bæta við „af hverju“? Lesa meira “„Hvað meinaru?“”

Að vera vinur er ekkert grín

Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta samskiptum mínum við annað fólk. Ég velti mikið fyrir mér samskiptum á milli ungmenna. Er eitthvað sem við sem fyrirmyndir yngra fólks getum gert í okkar samskiptum til að miðla því áfram til unglinganna okkar?   Lesa meira “Að vera vinur er ekkert grín”

Vil ég vera fyrirmynd?

Ef einhver hefði spurt mig sjálfa fyrir 10 árum hvort að ég héldi að ég gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra hefði svarið verið nei. Ég var þessi stelpa sem var mjög feimin en aftur á mót mjög virk. Ég var hluti af vinahóp sem voru svona ,,the cool kids” ef við slettum aðeins en ég var svo aftarlega í fæðukeðjunni hjá þeim að ég hékk inn í hópunum því að besta vinkona mín þá var í hópnum. Mig langaði alltaf að vera vinsæl og vera með í öllu en það var ekkert þannig, ég var með en var samt svo ósýnileg. Lesa meira “Vil ég vera fyrirmynd?”