Posts Tagged by fyrirmyndir
Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft
17 April, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og […]
Hreyfing barna og unglinga
29 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn […]
Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir
18 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og […]
Sílíkon og lendarskýlur
12 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta […]
Bara að einhver hlusti
8 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við […]
Heilbrigði – Misvísandi skilaboð
1 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég […]
Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft
27 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hver hefur ekki heyrt ömmu sína eða afa, foreldra sína eða jafnvel jafnaldra segja að unglingar í dag beri ekki virðingu fyrir einu eða neinu og að unga kynslóðin sé alveg hryllileg. Það virðist vera að fólkið í samfélaginu dæmi út frá svörtu sauðunum hjá unglingunum. Unglingar eru líka fólk, og eru þau á sérstökum stað í lífinu þar sem þau eru oft mjög viðkvæm og eru að vinna að og byggja upp sjálfsmynd sína. Í dag eru unglingar margir […]
Bagg er ekki bögg eða hvað?
22 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra […]
Elsku mamma!
30 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. […]
Nútímaunglingurinn
29 March, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Það þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í […]