Posts Tagged by íþróttir
Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?
10 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið. Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn. Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga. Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því […]
Mikilvægi íþróttastarfsins
24 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Eins og flestir vita þá hefur íþróttaþátttaka ótrúlega jákvæð áhrif á líðan ungmenna, bæði andlega, líkamlega og félagslega. Margar rannsóknir og gögn benda til þess að íþróttaiðkun íslenskra ungmenna hafi aukist gríðarlega á undanförnum áratugum og má rekja það til þeirra jákvæðu hugmynda sem flestir hafa um íþróttastarfið. Framboð margskonar íþróttagreina hefur aukist til muna svo að flest ungmenni ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrar hafa í vaxandi mæli kosið að senda börn sín í skipulagt íþróttastarf […]
Fá börn að njóta æskunnar í fámennum sveitarfélögum?
22 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Íþrótta- og æskulýðsstarf gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og í lífi einstaklinga. Þátttaka barna og ungmenna í starfinu hefur fjölþætt gildi á ýmsum sviðum og í gegnum þetta mikilvæga starf skapast vettvangur til að vinna að aukinni lýðheilsu, efla félagsþroska barna og ungmenna ásamt því að vinna að forvörnum, félags- og lýðræðiþátttöku, borgaravitund og ýmsu fleira. Við höfum öll heyrt af ávinningi forvarnarátaka á Íslandi síðustu áratugi þegar kemur að neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna meðal ungmenna á Íslandi. […]
Félagsmiðstöðvar og landsbyggðin
7 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Lífið sem unglingur á Höfn gat oft á tíðum verið leiðinlegt og leið mér eins og ekkert væri í boði í litla bænum sem ég bjó í, að ég hélt. Á þeim tíma upplifði ég Reykjavík sem stað valmöguleikanna, þá sérstaklega fyrir unglinga. Í Reykjavík var hægt að fara í Kringluna, Smáralindina, í keilu og bíó! Í dag bý ég í Reykjavík vegna náms og þó allir þessir valmöguleikar séu til staðar eru þeir kannski ekki endilega fyrir mig. Ég […]
Brottfall unglinga í skipulögðum íþróttum
1 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Regluleg hreyfing barna og unglinga er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Samfélagið okkar í dag virðist vera að draga úr daglegri hreyfingu og kyrrseta ungmenna orðin algengari en áður. Hreyfing ungmenna getur dregið úr andlegum og líkamlegu sjúkdómum, svo sem kvíða og þunglyndi. Einnig eru ungmenni sem stunda íþróttir að sýna fram á betri sjálfsmynd og eru mun ólíklegri til að neyta vímuefna.
Unglingadrykkja og reykingar
8 October, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef mikið verið að pæla í því hvort að unglingadrykkja hafi minnkað síðastliðin ár. Mér fannst meira um þetta hér þegar ég var yngri og fann mikið fyrir því að fólk hafi byrjað að drekka mjög ungt. Þegar ég var að stíga mín skref inn í unglingsárin þá voru margir byrjaðir að drekka og þá þótti frekar hallærislegt að drekka ekki áfengi og finnst mér það vera öfugt í dag. Ég hef verið minna vör við unglingadrykkju nú til […]
„Ég ætla að rústa þér“ – týpan
11 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu […]
Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?
2 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífi hvers einstaklings og á þeim tíma skiptir máli fyrir félagsstöðu viðkomandi að tilheyra hópi. Á þessum árum er mikið að gerast hjá hverjum og einum bæði hvað varðar líkamlegan þroska og andlegan og því er gott að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á líðan og þar sem einstaklingur getur verið hann sjálfur. Mikil vitundavakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl og er meirihluti unglinga í dag sem taka þátt í íþróttastarfi […]
Upplifa ungar stúlkur í fótbolta kynjamisrétti?
27 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 2000 var ég fótboltamamma stúlku sem æfði íþróttina ásamt vinkonum sínum í íþróttafélagi í Reykjavík. Þessar stelpur elskuðu að spila fótbolta, þær lögðu sig allar fram og æfðu mikið. Þjálfarinn þeirra lagði sitt af mörkum til að styðja stelpurnar, enda sá hann að áhuginn og dugnaðurinn var til staðar. Allt var fyrir hendi nema aðstaða fyrir stelpurnar. Þarna var góður keppnisvöllur, æfingavöllur og aukavöllur en stundum var ekki pláss fyrir þær. Þegar þær mættu á æfingu þá voru strákarnir […]
Þeir hörðustu lifa af
2 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir eru á þeirri skoðun að það sé öllum hollt og gott að stunda íþróttir. Það að æfa íþróttir getur styrkt bæði andlega og líkamlega líðan auk þess að geta ýtt undir góð félagsleg tengsl einstaklinga. Yfirleitt byrja krakkar ungir að æfa og velja sér þá íþrótt sem þeir hafa mestan áhuga á en seinna, þegar þeir eru orðnir eldri, fer metnaðurinn og viljinn til að skara fram úr oft að vaxa. Oft byrja krakkar að æfa hópíþróttir eins og t.d. […]