Posts Tagged by íþróttir
Upplifa ungar stúlkur í fótbolta kynjamisrétti?
27 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 2000 var ég fótboltamamma stúlku sem æfði íþróttina ásamt vinkonum sínum í íþróttafélagi í Reykjavík. Þessar stelpur elskuðu að spila fótbolta, þær lögðu sig allar fram og æfðu mikið. Þjálfarinn þeirra lagði sitt af mörkum til að styðja stelpurnar, enda sá hann að áhuginn og dugnaðurinn var til staðar. Allt var fyrir hendi nema aðstaða fyrir stelpurnar. Þarna var góður keppnisvöllur, æfingavöllur og aukavöllur en stundum var ekki pláss fyrir þær. Þegar þær mættu á æfingu þá voru strákarnir […]
Þeir hörðustu lifa af
2 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir eru á þeirri skoðun að það sé öllum hollt og gott að stunda íþróttir. Það að æfa íþróttir getur styrkt bæði andlega og líkamlega líðan auk þess að geta ýtt undir góð félagsleg tengsl einstaklinga. Yfirleitt byrja krakkar ungir að æfa og velja sér þá íþrótt sem þeir hafa mestan áhuga á en seinna, þegar þeir eru orðnir eldri, fer metnaðurinn og viljinn til að skara fram úr oft að vaxa. Oft byrja krakkar að æfa hópíþróttir eins og t.d. […]
Tómstundir háðar fjárhag
15 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Margir krakkar vilja stunda tómstundir og flest allir foreldrar vilja að börnin sín stundi tómstundir af einhverju tagi. En því miður eru dæmi um það í þjóðfélaginu í dag að það er ekki möguleiki fyrir barn að stunda einhverja tómstund eða þurfa aðvelja sér bara eina tómstund til þess að iðka. Fjölskyldur sem eru stórar eða með nokkur börn hafa margar hverjar ekki efni á að senda öll börnin sín í tómstundir eða geta bara leyft þeim að velja eina tómstund […]
Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi
10 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á undanförnum árum hefur þjóðin fylgst af stolt með árangri íslenskra afreksíþróttamanna á heimsmælikvarða. Sá fjöldi sem við eigum af afreksfólki er í raun ótrúlegur ef miðað er út frá höfðatölu. Hvaða áhrif hefur árangur íslenskra íþróttamann á unglinga? Hafa allir unglingar sömu tækifæri? Margir hafa bent á það hversu hvetjandi árangur Íslendinga sé fyrir ungt fólk sem fylgist með og eignast margir flottar fyrirmyndir í kjölfarið. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort keppnisskapið og metnaðurinn geti orðið […]
Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?
6 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir […]
Samskipti milli þjálfara skipta sköpum
26 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Íþróttir eru mjög vinsæll vettvangur á Íslandi. Flestir kannast við að hafa æft eða prófað einhverja íþrótt á sínum yngri árum. Sumir verða atvinnumenn, á meðan aðrir stunda þær til gamans. Þær veita félagsskap, hreyfingu og tækifæri til atvinnumennsku. Ég sjálf kannast við að æfa íþróttir á mínum yngri árum fram á unglingsárin. Ég æfði fótbolta og körfubolta samfleytt í 12-13 ár, ásamt öðrum íþróttum inn á milli. Í körfunnni og fótboltanum var ég farin að æfa upp fyrir mig […]
Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga
14 April, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Forvarnir eru mikilvægar fyrir alla hópa en sérstaklega mikilvægar fyrir unglinga. Forvarnir eru margþætta og gerast þó svo við tökum ekki eftir því. Félagsmiðstöðvar, foreldrar, vinir og sértæk forvarnafræðsla eru hluti af forvörnum sem unglingar fá á þessum aldri. Ísland er að standa sig vel í þessum málum að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það, og við vitum það sennilega flest öll að, íþróttaiðkun hefur gríðarlega mikið forvarnagildi, sérstaklega […]
Þarf alltaf að vera keppni?
10 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við […]
Íþróttaaðstaða ungs fólks
25 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Upplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. […]
Bagg er ekki bögg eða hvað?
22 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra […]