Posts Tagged by kynjaskipting
Kynjaskipting í tómstundastarfi
10 July, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Lengi hefur tíðkast í tómstundastarfi með börnum og unglingum að styðjast við kynjaskiptingu þegar kemur að hópstarfi. Þessi skipting einkennist oft af gömlum hugmyndum um hlutverk kynjanna og gerir hún í flestum tilfellum aðeins ráð fyrir tveimur kynjum. Með það í huga er mikilvægt að skoða hver raunveruleg markmið eru í kynjaskiptingu í hópstarfi og hvaða áhrif tómstundastarf hefur á staðalímyndir samfélagsins.