Posts Tagged by kynlíf
Meiri kynfræðslu – TAKK!
6 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari? Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og […]
Áhrif kláms á unglinga
23 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tíminn líður og er margt sem breytist með honum. Það sem áður hefur verið talið ,,eðlilegt” er ekki samþykkt í dag og öfugt. Eitt af því sem breytist með tímanum er mannfólkið. Það er í okkar eðli að aðlagast nýjum hlutum. Tæknin er þróaðri og betri, fólk og mörg málefni opnari. Áður hefur kynlíf og klám verið taboo og enginn talað opinskátt um það. Það er mikilvægt að unglingar fái næga og góða kynfræðslu því kynlíf getur verið stór partur […]
Hvar er kynfræðslan?
13 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Af hverju eru unglingar ekki að fá næga fræðslu um kynlíf? Er nóg að hjúkrunarfræðingur sé að koma í nokkrar kennslustundir með kynfræðslu? Af hverju er kynfræðsla ekki orðinn skylduáfangi í öllum skólum landsins? Unglingsárin eru þau ár sem margir fara að hugsa um kynlíf, velta upp ýmsum spurningum um kynlíf og eru mögulega byrjaðir að stunda kynlíf. Þetta eru líka árin þegar ástin kviknar og margir unglingar ,,byrja saman“. Því er mikilvægt að unglingar séu að fá góða fræðslu um kynlíf […]
Kynlíf og unglingar
30 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin eru viðkvæmir tímar í lífi flestra. Spurningar og vangaveltur um allskyns atriði vakna. Eitt þeirra atriða er kynlíf. Sú umræða getur verið vandræðaleg og óþægileg fyrir flesta unglinga og þeir vilja helst ekki tala um það um við aðra en forvitnir eru þó flestir. Hvar fá krakkarnir svör við sínum vangaveltum? Á vafasömum netsíðum, samskiptum við félaga, í myndum og fleira í þeim dúr. Skilaboðin sem þaðan eru fengin eru oft að kynlíf sé eftirsóknarvert, karlar eru alltaf til […]
Kyn- og klámfræðsla vikulegur þáttur í grunnskólum landsins
29 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þurfum við ekki að halda áfram að opna umræðuna um kynlíf við unglingana okkar? Kynlíf er eitthvað sem flestum unglingum langar sennilega að vita mikið um en hafa jafnvel ekki kjarkinn í að tala um. Mikið af unglingum þora ekki, finnst vandræðalegt eða vita einfaldlega ekki hvernig þeir eiga að byrja umræðuna um kynlíf. Þessi umræða á ekki að vera feimnismál heldur eiga krakkar að geta fræðst um kynlíf eins og allt annað. Margar ranghugmyndir eru um kynlíf í nútímasamfélagi. […]
Hvar er kynfræðslan?
23 April, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar kemur að kynlífi eru allar umræður mjög viðkvæmar á unglingsárunum. Þetta er aldurinn þar sem vangavelturnar byrja og spurningarnar kvikna. En hver á að svara þessum spurningum þegar unglingurinn þorir ekki að spyrja? Hver einasti fullorðni einstaklingur hefur verið í þessum sporum og ætti þess vegna að vita að það er þörf á kynfræðslu fyrir unglingana á þessum aldri. Unglingar eru forvitnir og þá vantar svör við spurningunum sem þau hafa. En þegar þau fá ekki kynfræðslu í skólanum […]
Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga
26 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tíðni kynlífsathafna fer hækkandi hjá unglingum vegna áfengisneyslu. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra eru líklegri til þess að byrja fyrr að stunda kynlíf og þeir sem eiga afskiptalausa foreldra eru þar á eftir. Áfengisneysla er stór partur þess að unglingar sýni slæma kynhegðun, þau eru líklegri til þess að stunda óábyrgt kynlíf undir áhrifum áfengis. Við þekkjum það mörg að þegar maður er undir áhrifum áfengis þá er maður líklegri til þess að taka áhættur og gera hluti sem […]
Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!
16 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu […]