Posts Tagged by lesblinda
Er leikur að læra?
3 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég á minningu frá því að ég var um 5 ára og var að byrja að læra að lesa. Ég man að ég var að lýsa því fyrir móður minni að það væri eins og stafirnir væru að fljúga. Hún hafði áður tekið eftir því að ég átti erfitt með að læra tölustafina og að ég væri hljóðvillt. Niðurstaða greiningar um 9 ára aldur var að ég ætti við sértæka námserfiðleika að stríða sem væru kallaðir dyslexia. Sumir kannast betur […]
Að vera lesblindur
16 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar […]
Brotna kynslóðin
1 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kannski er réttara að kalla hana ,,hina greindu kynslóð“. Í dag er nánast annað hvert barn með einhverja greiningu; ofvirkni, athyglisbrest, lesblindu o.s.fr. Það hefur orðið jákvæð vakning í samfélaginu og kerfið hefur áttað sig á því að við erum ekki öll eins. Viðbrögðin eru svo að greina mismunandi eiginleika og þarfir barna og unglinga. Í framhaldi hafa svo verið settar að stað hinar ýmsu aðgerðir til að bregðast við þessum mismunandi þörfum. En bíðum við.