Posts Tagged by lýðræði
Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?
24 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið. Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi […]
Bætum okkur í framkomu við ungmenni
10 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég var eitt sinn stödd á borgarstjórnarfundi þar sem ungmennaráð Reykjavíkur mætti og fékk að flytja tillögur sínar fyrir borgarráð. Tvö ungmennaráðanna voru með tillögur að bættri flokkun um borgina, bæði í stofnunum undir Reykjavíkurborg og einnig á götunum. Einn fulltrúanna svaraði og sagðist fagna þessari tillögu, hann bætti þó við að heima hjá sér þá gæfi unglingurinn skít í að flokka og furðaði sig á því að ef ungmenni landsins væru svona æstir í að flokka að þá þyrftu […]
Fá börn að njóta æskunnar í fámennum sveitarfélögum?
22 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Íþrótta- og æskulýðsstarf gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og í lífi einstaklinga. Þátttaka barna og ungmenna í starfinu hefur fjölþætt gildi á ýmsum sviðum og í gegnum þetta mikilvæga starf skapast vettvangur til að vinna að aukinni lýðheilsu, efla félagsþroska barna og ungmenna ásamt því að vinna að forvörnum, félags- og lýðræðiþátttöku, borgaravitund og ýmsu fleira. Við höfum öll heyrt af ávinningi forvarnarátaka á Íslandi síðustu áratugi þegar kemur að neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna meðal ungmenna á Íslandi. […]
Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?
24 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á undanförnum vikum hefur verið heit umræða í samfélaginu um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórnarkosninga. Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður frá 18 árum niður í 16 ár í sveitastjórnarkosningum sem eiga sér stað í maí næstkomandi. Ef frumvarpið gengur eftir mun það þýða að um það bil 9 þúsund ungmenni munu bætast í hóp þeirra sem kjósa. Margir samfélagsþegnar hafa sterkar skoðanir á þessu málefni enda þörf umræða. Ef til þess kæmi að kosningaþátttakan yrði […]
Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?
21 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér hvort unglingar í dag upplifi að þeir hafi eitthvað að segja um eigin hagsmuni í samfélaginu. Þetta er ekki síst áhugaverð pæling þar sem mikil umræða er um lækkun kosningaaldurs frá 18 í 16 ára og því töluvert mikilvægt að þau átti sig á því að þau geti bæði valið fulltrúa og haft beina aðkomu að ákvarðanatökum um samfélagsleg málefni. Einn daginn þar sem ég velti þessu fyrir mér tók ég […]
Lýðræði og tómstundastarf
22 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í stuttu máli má segja að lýðræði og lýðræðisleg þátttaka sé hlekkur í að við sjáum eigin hagsmuni falla saman við almannahag. Þátttaka í tómstundastarfi er því ákveðin samfella þess að hafa val og hafa áhrif á framvindu starfs sjálfum sér og öðrum til menntunar og ánægju. Lýðræði í tómstundastarfi og lýðræðisleg þátttaka í starfinu er því mikilvæg því hún er trygging þess að við og aðrir séum gerendur í starfinu en ekki viljalaus verkfæri sem fljótum bara með.
Ég pant fá að ráða!
28 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt […]