Posts Tagged by netnotkun
Hver eru þín mörk?
24 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja. Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll […]
Tölvuleikir þurfa ekki að vera slæmir
18 July, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 1962 var fyrsti tölvuleikur heims talinn vera forritaður. Sá leikur var kallaður Spacewar og var frekar einfaldur miðað við það sem við þekkjum í dag. Samt sem áður var þessi leikur spilaður á tölvu sem var á stærð við bíl þar sem að þessi nýja tækni var ekki langt komin. Þarna fór boltinn að rúlla og með árunum sem liðu fóru fleiri slíkir leikir að koma við sögu. Á níunda áratugnum voru spilakassaleikir orðnir vinsælir og ansi margir en […]
Unglingar, netheimar og samskiptaforrit
20 August, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Einn af þeim grundvallar hlutum sem hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum áratuginna er uppfinning tölvunnar og þróun tölvutækninnar. Hvort sem þessi áhrif birtast í daglegu lífi okkar eða sem áhrifavaldur í þróun hátækni lækna vísinda og sem á öðrum rannsóknarsviðum er eitt víst að án hennar gætum við ekki verið í dag. Þökk sé þessari uppfiningu sem Alan Turing gaf okkur og þróun hennar hefur heimurinn ef svo mætti segja orðið hraðari, snjallari og minni fyrir vikið.
Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf
10 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á tímum snjalltækja og almennrar tölvunotkunar býður nútímasamfélag börnunum okkar upp á stöðugt áreiti. Samfélagsmiðlar eru við hendina allan daginn með aukinni notkun snjallsíma og sum börn eru með tilkynningar á í símanum og kíkja á hann við hverja tilkynningu á facebook. Jafnvel hef ég orðið vör við það að barn var að vakna um miðja nótt til að skoða tilkynningar. Börn eru að miklu leyti hætt að fara út að leika sér og hanga oft ein heima í tölvuleikjum […]
Netið og unglingar
1 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út […]
Er síminn að ræna ungmenni svefni?
20 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég ásamt 15-16 ára stúlkum í æfingarferð norður til Akureyrar. Ferðin gekk vel á allan hátt og var skemmtileg. Það sem vakti þó athygli mína var að þegar stúlkunum var sagt að nú væri komið að háttatíma að þá snéru sér nokkrar á hliðina og fóru í símann sinn. Ég ákvað að bíða í smá stund og sjá svo til hvort þær myndu leggja hann frá sér stuttu síðar. Svo var ekki. Þess í stað […]
2017 árgerðin af unglingi
25 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. […]
Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?
16 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast. Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega […]
Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga
12 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Börn og unglingar búa í dag við tíðar tækniframfarir og eru samfélagsmiðlar hvort sem við viljum eða ekki alltaf að verða meira áberandi í þeim efnum. Margt má nefna í þessu samhengi eins og facebook, snapchat, ingstagram og eflaust eru fleiri miðlar í gangi sem ég hef ekki nöfn á ennþá en ætlun mín er að kynna mér þessa miðla betur. Ég er kona á besta aldri eins og sagt er eða um fertugt og er ég búin að ganga […]
Hrelliklám og netnotkun unglinga
16 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingar í dag eru mjög uppteknir af því sem er að gerast á samfélagsmiðlum, það uppteknir af því að missa ekki af neinu þar að þau missa stundum tengsl við sitt daglega líf og virðast meira í netheimum með hugann en í sínu raunverulega lífi. Mestu máli virðist skipta að eiga sem flesta netvini og fá eins mörg „like” og hægt er á það sem maður „póstar” þar inn. Rafrænt einelti er mjög algengt, algengara en við gerum okkur grein […]