Posts Tagged by samfélagsmiðlar
Er íslenskan orðin tískuslys?
2 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Við lifum á öld þar sem tækninni fleygir áfram og sífellt fleiri nýjungar koma fram sem allir verða að eignast. Flestir horfa á sjónvarpið, símann eða tölvuna á hverjum degi. Ungmenni nota styttingar á orðum eða ensku slettur sem að eldra fólkið skilur ekki og eldra fólkið notar íslensk orð sem að unga fólkið skilur ekki. Það er undantekningarlaust að maður heyrir í ömmum og öfum eða frænkum og frændum að ungmenni í dag kunni ekki að tala íslensku. Því miður hef ég, manneskja […]
Hver eru þín mörk?
24 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja. Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll […]
Sjálfsmynd unglinga
2 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sjálfsmynd unglinga á unglingsárunum er gríðarlega mikilvæg. Ég tel hana vera grunninn að farsælli framtíð. Hún er í stanslausri þróun í takt við samtíman, aðstæður, umhverfið, félagslíf og tæknivæðingu. Það má segja að mótun sjálfsmyndar stoppar aldrei, heldur er hún ævilangt ferli sem er sífellt í gangi. Fullorðnir einstaklingar eru ennþá í dag að finna út úr því hverjir þeir eru, svo þetta liggur ekki aðeins hjá unglingum en það má segja að hún sé hvað mest í mótun á […]
Verum fyrirmyndir
28 March, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sú sem hér ritar hefur mikið verið að hugsa um kvíða barna og ungmenna undanfarið vegna BA ritgerða skrifa um kvíða barna. Við þekkjum örugglega öll tillfinninguna að upplifa kvíða af einhverju tagi eða við ákveðnar aðstæður. Margir eiga börn og ungmenni sem eiga við kvíðavandamál að stríða. Að vera ungmenni í dag getur ekki verið auðvelt. Annars eru unglingsárin sjaldan auðveldur tími en með hröðum tækni- og samfélagsbreytingum getur undirritaður ímyndað sér að það sé ansi erfitt að standast […]
Sjálfsmynd unglingsstúlkna
29 October, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sjálfsmynd unglingsstúlkna er málefni sem hefur verið mér mjög ofarlega í huga. Þetta er nú ekkert nýtt málefni, en í dag eru samfélagsmiðlar farnir að hafa gífurleg áhrif á þessar ungu stúlkur sem eru enn að þroskast og móta sjálfsmynd sína fyrir komandi framtíð. Ég tala nú ekki um alla þessa óheilbrigðu sjálfsdýrkun og að stelpur í dag setja varla inn mynd á miðla sína án þess að breyta henni allsvakalega, minnka þetta, stækka hitt og nánast búa til einhverja […]
Útlitsdýrkun ungra kvenna á Íslandi
17 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Útlitsdýrkun á íslandi hefur farið sívaxandi síðustu ár og hafa samfélagsmiðlar mikil áhrif á ungar konur. Rannsóknir hafa sýnt að ungar konur séu almennt mjög ónægðar með líkamsímynd sína og eru bæði stórir samfélagsmiðlar og fjölmiðlar að ýta undir þessa óheilbrigðu líkamsímynd. Flestar auglýsingar sem eru gefnar út, ýta mikið undir að konur eiga að vera miklu grennri en þær eru í raun og veru. Einnig hafa þær verið mikið „photoshoppaðar“ sem fer beint í ungar stelpur og stráka sem […]
Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?
28 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samfélagsmiðlar eru orðnir að sjálfsögðum hlut í lífi flestra og eru unglingar þar engin undantekning. Unglingar eru mjög virkir notendur á samfélagsmiðlum og eyða þeir miklum tíma á þeim. Vegna þessa velti ég því fyrir mér hvort það sé gott fyrir sjálfsmynd þeirra. Vinsælustu samfélagsmiðlarnir sem unglingar nota í dag eru Facebook, Snapchat, Instagram og Twitter. Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af unglingum sem eru undir áhrifum samfélagsmiðla og hvaða slæmu áhrif það getur haft á […]
2017 árgerðin af unglingi
25 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. […]
Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?
16 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast. Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega […]
Hætturnar leynast víða
26 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar ég var á mínum unglingsárum voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag. Snapchatt, Instagram og Facebook eru þeir samfélagsmiðlar sem eru mest notaðir af unglingum árið 2017. Þetta geta vissulega verið hættulausir miðlar en hætturnar leynast þó víða. Tökum snapchatt sem dæmi, Snapchatt er smáforrit sem snýst um það að senda stutt myndbönd eða myndir á milli einstaklinga. Manneskjan sem að fær myndbandið/myndirnar getur aðeins skoðað efnið í stutta stund (max 10 sek) og svo hverfur […]