Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

Fyrirsögnin segir margt um viðhorf til unglinga árið 1992.

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur nefnilega haft veg og vanda að dagskránni undanfarin ár en þau bæði velja plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á Samfestingnum sem og aðstoða við viðburðahaldið. Vægi ungmennaráðsins er alltaf að aukast. Þetta er því viðburður haldin fyrir unglinga af unglingum undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og Samfés. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir æsku landsins. Lesa meira “Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung”

Samfestingurinn – Barn síns tíma?

gudrun mariaÍ dag þekkjum við félagsmiðstöðvar sem stað án áfengis og vímuefna þar sem unglingar geta komið saman í frítíma sínum. Flestar félagsmiðstöðvar eru með opið nokkrum sinnum í viku og bjóða ýmist upp á klúbbastarf, opin hús eða stærri viðburði eins og böll, árshátíðir, leiksýningar og fleira.
Félagsmiðstöðvum var komið á laggirnar í kringum 1955 því fólki varð ljóst að unglingum vantaði eitthvað að gera í frítíma sínum. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og í kjölfar þess Tómstundarheimilið. Næstu árin á eftir spruttu upp félagsmiðstöðvar víðsvegar um landið. Lesa meira “Samfestingurinn – Barn síns tíma?”

Nútímaunglingurinn

david_palssonÞað þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í dag mun þroskaðri og mun betri fyrirmyndir heldur en þegar ég var sjálfur unglingur. Náttúrulega þekki ég ekki alla unglinga á Íslandi svo ég er að miða við þann hóp sem er sýnilegur. En ef við lítum á heildarmyndina þá gæti það samt verið rétt.

Hvar get ég byrjað… Lesa meira “Nútímaunglingurinn”

Sunneva úr ungmennaráði Samfés tekur sæti í stjórn samtakana

Á nýafstöðnum aðalfundi Samfés var samþykkt að meðlimir úr ungmennaráði Samfés geta tekið sæti í stjórn samtakana. Seinna á fundinum var Sunneva Halldórsdóttir 15 ára ungmennaráðsmeðlimur frá Dalvík kjörin í stjórn Samfés. 

Við spjölluðum við Sunnevu og spurðum hana hvers vegna hún taldi þetta skref mikilvægt.

 

Landsþing Ungmennahúsa – „Markmið Ungmennahúsa er að efla ungmenni og leyfa þeim að vinna að áhugamálum sínum”

landsþing ungmennahúsaDaganna 24. – 25. október fór fram Landsþing Ungmennahúsa sem haldið var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés). Landsþingið fór fram í Hvíta húsinu sem er ungmennahús á Akranesi. Á Landsþingið voru mættir fulltrúar frá sjö ungmennahúsum víðs vegar af landinu. Dagskráin var fjölbreytt en auk almenns hópeflis til að kynna ungmennin hvert fyrir öðru var Sigga Dögg með kynlífsfræðslu og unnið var í smiðjuvinnu.

Ungmennahús eru ekki ný á nálinni hér á landi en sem dæmi má nefna að Hitt Húsið var stofnað sem eins konar ungmennahús árið 1991. Ungmennahúsin sem nú eru starfrækt hér á landi eru um 20 talsins en þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Ungmennahús eru þó oftar en ekki aðstaða fyrir ungmenni 16 ára og eldri til að stunda jákvæðar og uppbyggilegar tómstundir á sínum eigin forsendum. Starf ungmennahúsanna er afar mikilvægt þar sem lítið sem ekkert opið vímuefnalaust tómstundastarf er í boði fyrir þennan aldurshóp sem að hluta til er ekki orðinn lögráða og hefur einnig ekki aldur til að drekka áfengi.

Á Landsþinginu var haldinn stórfundur þar sem fulltrúum frá ólíkum ungmennahúsum var skipt upp í umræðuhópa sem fjölluðu um málefni ungmennahúsa. Eitt af því sem unga fólkið ræddi sín á milli var hvert markmiðið með ungmennahúsum væri í þeirra huga. Hér fyrir neðan verða taldir upp nokkrir þeir hlutir sem þau nefndu:

  • Staður til þess að hafa gaman
  • Staður til að hittast, kynnast öðru fólki og blanda geði
  • Staður til að leyfa ungmennum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd
  • Staður til að efla ungmenni og leyfa þeim að vinna að áhugamálum sínum
  • Samastaður til að skapa heilbrigt umhverfi án vímuefna (forvarnarstarf)
  • Umhverfi fyrir krakka sem gætu verið útundan, þeir sem stunda kannski ekki íþróttir eða eru jafnvel ekki í skóla
  • Staður til að lífga upp á samfélagið

Að lokum vann unga fólkið saman að því að búa til samstarfsverkefni ungmennahúsa þar sem markmiðið væri að efla samstarf á milli ungmennahúsa og kynna ungmennahúsin fyrir ungu fólki út um allt land. Það verður því spennandi að sjá hvernig þetta frábæra starf ungmennahúsanna mun þróast á næstu mánuðum og árum.

Ný stjórn og ályktun frá aðalfundi Samfés – Málefni barna og ungmenna á oddinn

62630_370662429719337_236015964_n
Nýkjörin stjórn Samfés

Á aðalfundi Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, sem fram fór á Bifröst í Borgarfirði dagana 18.-19. apríl, var kjörin ný stjórn ásamt því að aðalfundurinn sendi frá sér ályktun um að hvetja frambjóðendur stjórnmálaflokkanna og fjölmiðla að setja málefni barna og unglinga á oddinn í kosningabaráttunni. Ályktunin í heild sinni má lesa hér að neðan.

Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum sóttu fundarmenn svokallaðar WorldCafé umræðustofur þar sem farið var yfir starf Samfés og viðburði. Það var mikill kraftur á fundinum og greinilegt að fagmennskan er í fyrirrúmi hjá félagsmiðstöðvum á Íslandi.

Nýkjörna stjórn Samfés skipa:
Gunnar E. Sigurbjörnsson – Formaður
Andri Lefever – Gjaldkeri
Linda Björk Pálsdóttir
Svava Gunnarsdóttir
Þorvaldur Guðjónsson

Varamenn
Andrea Marel
Gunnlaugur Víðir Guðmundsson
Óli Örn Atlason

Ályktun aðalfundar: Málefni barna og unglinga verði sett á oddinn

Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi haldinn á Bifröst í Borgarfirði dagana 18.-19. apríl, hvetur frambjóðendur stjórnmálaflokkanna og fjölmiðla að setja málefni barna og unglinga á oddinn í kosningabaráttunni.

Þá minnir fundurinn frambjóðendur á að rödd barna og unglinga á að fá að hljóma þegar ákvarðanir eru teknar um málefni þeirra. Samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans sem var lögfestur á nýafstöðnu þingi eiga börn og unglingar rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í þeim málum sem varða málefni þeirra.

Samfés eru frjáls félagasamtök félags- og tómstundamiðstöðva sem bjóða uppá skipulagt og opið æskulýðsstarf þar sem starfsemin byggist upp á lýðræðislegum vinnubrögðum og starfað er samkvæmt skilgreindum uppeldismarkmiðum. 111 félagsmiðstöðvar og ungmennahús eru aðilar að Samfés.