Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”