Er ég samkynhneigð/ur?

vigdis liljaSamkynhneigð hefur í gegnum tíðina verið litin hornauga – þöggun og þögn hafa verið einkennandi fyrir samkynhneigt fólk og hefur það þurft að berjast fyrir réttindum sínum. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem samkynhneigð hefur verið viðurkennd víðsvegar. Það er mjög misjafnt á hvaða aldri einstaklingar eru þegar þeir átta sig á að þeir séu eitthvað „öðruvísi“ og geta viðbrögðin verið mjög misjöfn. Hjá sumum geta komið upp neikvæðar tilfinningar eins og afneitun, reiði, sorg og sjálfsásökun.

Erfitt getur verið fyrir einstaklinga á unglingsaldri að uppgötva sig því að það er sá tími þar sem sjálfsmyndin er að mótast og þeir eru að bera sig saman við aðra unglinga. Lesa meira “Er ég samkynhneigð/ur?”