Posts Tagged by Sjálfsmynd
Útlitsdýrkun ungra kvenna á Íslandi
17 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Útlitsdýrkun á íslandi hefur farið sívaxandi síðustu ár og hafa samfélagsmiðlar mikil áhrif á ungar konur. Rannsóknir hafa sýnt að ungar konur séu almennt mjög ónægðar með líkamsímynd sína og eru bæði stórir samfélagsmiðlar og fjölmiðlar að ýta undir þessa óheilbrigðu líkamsímynd. Flestar auglýsingar sem eru gefnar út, ýta mikið undir að konur eiga að vera miklu grennri en þær eru í raun og veru. Einnig hafa þær verið mikið „photoshoppaðar“ sem fer beint í ungar stelpur og stráka sem […]
Hvers virði er ferðin?
3 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hröð tækniþróun kallar á breytta samskiptahætti en á síðustu tíu árum hefur reiknigeta í tölvum nærri því 500 faldast. Farsíminn sem eitt sinn var einfaldur og eiginlegt öryggistæki hefur stökkbreyst og þjónar nú hlutverki fjölda tækja sem stóðu sjálfstæð áður fyrr. Síminn er myndavél, leitarvél, gps-tæki og svo margt fleira. Án hans erum við hvort í senn nakin en um leið aftengd samfélaginu eða minnsta kosti því samfélagi sem við tengjum okkur hvað mest við, þ.e. samfélagshópurinn okkar á Facebook, […]
Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?
20 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta […]
Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?
28 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samfélagsmiðlar eru orðnir að sjálfsögðum hlut í lífi flestra og eru unglingar þar engin undantekning. Unglingar eru mjög virkir notendur á samfélagsmiðlum og eyða þeir miklum tíma á þeim. Vegna þessa velti ég því fyrir mér hvort það sé gott fyrir sjálfsmynd þeirra. Vinsælustu samfélagsmiðlarnir sem unglingar nota í dag eru Facebook, Snapchat, Instagram og Twitter. Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af unglingum sem eru undir áhrifum samfélagsmiðla og hvaða slæmu áhrif það getur haft á […]
Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft
17 April, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og […]
Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?
6 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir […]
Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?
10 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér […]
Heilbrigði – Misvísandi skilaboð
1 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég […]
Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga
11 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Málefni sem hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið er sjálfsmynd unglinga og þau áhrif sem samskiptamiðlar og aukin notkun á þeim hefur á hana. Sjálfsmyndakrísa er vissulega ekki nýtilkominn vandi á unglingsárunum en samskiptamiðlarnir eru tiltölulega nýlegir og í dag er það stór undantekning ef unglingur notast ekki við slíka miðla. Með samskiptamiðlum er átt við forrit á borð við Facebook, Instagram og Snapchat, en þetta eru nokkrir best þekktu samskiptamiðlarnir úr þeim hafsjó sem í boði er.