Tómstundir og lífsleikni

Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er það þá tómstund? Hvað með aðrar athafnir, hraðakstur, búðarhnupl, morð? Lesa meira “Tómstundir og lífsleikni”

Hvað er tómstund?

Hvað er tómstund? Hvað merkir orðið tómstund? Samkvæmt Snöru er orðið „tómstund“ skilgreint sem „frístund, stund eða tími þegar ekki þarf að gegna skyldustörfum“. Vanda Sigurgeirsdóttir skrifaði líklegast fyrstu greinina um hugtakið tómstundir á íslensku árið 2010. Þar segir hún frá fimm skilgreiningum á hugtakinu tómstundir. Sú fyrsta er tómstundir sem tími þar sem litið er á tómstundir sem iðkun sem gerð er utan vinnutíma og er eitthvað sem veitir einstaklingnum ánægju. Síðan er það tómstundir sem athöfn eða starfsemi, þar er litið á tómstundir sem röð athafna eða starfsemi sem einstaklingur velur að gera í frítíma sínum. Því næst er það tómstundir sem gæði. Þar er litið á tómstundir sem gæðastund sem veitir einstaklingnum vellíðan og er andstæða vinnu. Fjórða nálgunin er svo tómstundir sem viðhorf þar sem einstaklingurinn ákveður sjálfur sína eigin skilgreiningu á tómstundum. Loks eru það svo tómstundir sem hlutverk. Sú nálgun einblínir á hvernig tómstundir eru notaðar, með áherslu á innihald og félagslegar afleiðingar. Lesa meira “Hvað er tómstund?”