Hrelliklám og netnotkun unglinga

Renata_ZdravkovicUnglingar í dag eru mjög uppteknir af því sem er að gerast á samfélagsmiðlum, það uppteknir af því að missa ekki af neinu þar að þau missa stundum tengsl við sitt daglega líf og virðast meira í netheimum með hugann en í sínu raunverulega lífi. Mestu máli virðist skipta að eiga sem flesta netvini og fá eins mörg „like” og hægt er á það sem maður „póstar” þar inn.

Rafrænt einelti er mjög algengt, algengara en við gerum okkur grein fyrir. Gerendum eineltis virðist oft finnast auðveldara að ráðast á fórnalambið í gegnum tölvuskjá frekar en að horfast í augu við þann sem verið er að leggja í einelti.
Oft á tíðum eru skilaboðin jafnvel nafnlaus. Ef einstaklingurinn er ekki með því betri sjálfsmynd og sjálfstraust getur þetta einelti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Þær upplýsingar sem ratað hafa á netið um einstaklinginn eins og til dæmis myndir eru komnar til að vera. Mjög erfitt er að fjarlæga af netinu það sem einu sinni er komið þar inn. Lesa meira “Hrelliklám og netnotkun unglinga”