Posts Tagged by tómstunda- og félagsmálafræðingar
Að viðhalda gæðum í starfi – Skiptir máli hvaðan peningarnir koma?
8 November, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég átti áhugavert spjall við vinkonu mína sem kemur frá öðru landi en ég. Við eigum það sameiginlegt að vinna bæði með ungu fólki í frítímaþjónustu. Spjallið snéri að fjárveitingu til æskulýðsstarfs. Ekki hætta að lesa, þetta verður áhugavert þrátt fyrir þetta há pólitíska orð; fjárveiting. Það er nefnilega þannig þar sem hún hafði starfað í sínu heimalandi, að þar var nánast ekkert æskulýðsstarf (e. Youth work) rekið með fjármunum frá sveitarfélögum eða ríkissjóði. Til þess að halda úti starfi […]
Hvernig nýtist námið fyrir tómstunda- og félagsmálafræðing?
4 October, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frítíminn er tíminn sem við eigum hvað mest af, tíminn sem við notum þegar við hittum vini, horfum á sjónvarpið eða jafnvel þegar við burstum tennurnar. Í raun og veru allur sá tími sem við verjum í lífi okkar utan svefns og vinnu. Þá er bara spurningin hvað þú ert að gera í frítímanum þínum? Hver hefur ekki heyrt einhvern segja „þessi, hann gerir ekki neitt annað en að spila tölvuleiki“ eða „hún er bara alltaf í símanum“. Það þarf […]
Unglingar eiga það besta skilið
13 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir fyrir unglinga eru fjölbreyttar og öruggt að þeir finna eitthvað við sitt hæfi í þeim aragrúa viðfangsefna sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim uppá. Margir kjósa íþróttir og tónlistarnám meðfram skyldunámi en aðrir velja sér þá leið að stunda félagsmiðstöð. Enn aðrir fara svo í skátana, björgunarsveitir eða jafnvel æskulýðsstarf kirkjunnar.