Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?

Verandi fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu (Skeiða – og Gnúpverjahreppi) get ég með sanni sagt að úrval tómstunda sé töluvert minna þar en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju ætli það sé? Jú, í þessum litlu og fámennu sveitarfélögum er í mörgum tilfellum ekki nógu góð aðstaða til að stunda tilteknar tómstundir og í langflestum tilvikum er ekki til fjármagn til að bæta þá aðstöðu sem nú þegar er til því það kemur ekki til með að borga sig. Oftar en ekki skortir líka fagfólk til að halda uppi tómstundastarfi á hinum ýmsu sviðum.

Lesa meira “Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?”