Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”

Tónlistaiðkun í frítímanum

Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður partur af mér að eilífu og byrjaði þá áhugi minn að hlusta á meiri tónlist en það sem mamma leyfði mér að hlusta á.

Lesa meira “Tónlistaiðkun í frítímanum”

Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?

Frístundastyrkir hafa verið til lengi og komu fyrst fram árið 2007 í formi frístundakortsins, en þá var upphæð styrksins 12.000 krónur . Síðan þá hafa þeir þróast og vaxið upp í 50.000 krónur sem þarf að nota í tómstund sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta hefur styrkt tómstundastarf á Íslandi mikið og gerir stofnunum eins og Myndlistaskóla Reykjavíkur kleift að ráða starfsfólk í fulla vinnu. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að íslenskir íþróttaþjálfarar í yngri flokkum eru á heimsklassa mælikvarða og eflaust hefur frístundastyrkur stuðlað að þessu á einhvern hátt. Það er þess vegna hægt að segja að frístundastyrkir hafi án efa styrkt tómstundastarf á Íslandi og eru þess vegna vel heppnaðir í því samhengi.

Lesa meira “Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?”

Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda

Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf mitt og tel ég að ef að ég hefði ekki kynnst þessari jákvæðu tómstund á þessum erfiða tíma í lífi mínu hefði ég átt erfiðari unglingsár og sjálfsmynd mín hefði eflaust verið mun verri í dag. Á unglingsárum er maður að þroska sjálfsmynd sína. Margir þættir geta haft slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og má þar t.d. nefna einelti, fátækt, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Lesa meira “Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda”

Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?

Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á.  Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga minn hvort ungmenni viti hvað tómstundir ganga út á og af hverju þau kjósi að stunda tómstundir. Hvað er það sem helst skiptir máli þegar kemur að tómstundum? Lesa meira “Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?”

  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”