• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Posts Tagged by Tómstundir

Starfsmenn félagsmiðstöðva með þarfir barna og ungmenna í fyrirrúmi

15 May, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Eftir að hafa verið nemandi í grunnskóla og starfsmaður í tveimur grunnskólum seinna meir, varð mér hugsað til starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundasstarfs utan skóla. Þá sérstaklega um mikilvægi þess að það séu góðar fyrirmyndir og hvetji ungmenni til virkrar þátttöku, þar sem virðing og skemmtilegheit eru í fyrirrúmi. Af minni reynslu er starfsfólkið í félagsmiðstöðvum að vinna almennt mjög gott starf, þó auðvitað megi alltaf bæta sig. Ungmenni eru eins mismunandi og þau eru mörg, sumum finnst ekkert mál að […]

Félagsmiðstöðvar og landsbyggðin

7 May, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Lífið sem unglingur á Höfn gat oft á tíðum verið leiðinlegt og leið mér eins og ekkert væri í boði í litla bænum sem ég bjó í, að ég hélt. Á þeim tíma upplifði ég Reykjavík sem stað valmöguleikanna, þá sérstaklega fyrir unglinga. Í Reykjavík var hægt að fara í Kringluna, Smáralindina, í keilu og bíó! Í dag bý ég í Reykjavík vegna náms og þó allir þessir valmöguleikar séu til staðar eru þeir kannski ekki endilega fyrir mig. Ég […]

Er leikur að læra?

3 May, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég á minningu frá því að ég var um 5 ára og var að byrja að læra að lesa. Ég man að ég var að lýsa því fyrir móður minni að það væri eins og stafirnir væru að fljúga. Hún hafði áður tekið eftir því að ég átti erfitt með að læra tölustafina og að ég væri hljóðvillt. Niðurstaða greiningar um 9 ára aldur var að ég ætti við sértæka námserfiðleika að stríða sem væru kallaðir dyslexia. Sumir kannast betur […]

Eflum sjálfstæði unglinga

22 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Sjálfstæði unglinga hefur alltaf verið mér hugleikið og byrjaði þegar ég var sjálf unglingur sem þráði sjálfstæði og virðingu þeirra fullorðnu í kringum mig. Seinna fór ég að velta þessu hugtaki fyrir mér sem móðir, skátaforingi og ekki síst eftir að ég gerðist nemi í tómstunda- og félagsmálafræði. Sem ungabörn lærum við um orsök og afleiðingu, við hendum frá okkur hlutum og til að byrja með þá er einhver sem að réttir okkur hlutinn til baka, sem sagt engin afleiðing […]

Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

20 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá […]

Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?

18 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég var hætt í öllum skipulögðum íþróttum þegar ég byrjaði á unglingastigi í grunnskóla. Ég var þó í ungmennaráði í einhvern tíma og mætti oft í félagsmiðstöðina. Ég tók virkan þátt í félagslífinu, bæði í grunnskólanum og í félagsmiðstöðinni og fannst það mjög skemmtilegt. Það er kannski mikilvægt að ég taki það fram að ég ólst upp út á landi og tala út frá minni reynslu.

Hvenær eru tómstundir orðnar kvöl og pína?

16 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Flestir ef ekki allir unglingar nú til dags stunda tómstundir. Þær geta verið af ýmsu tagi; æfa íþróttir, læra á hljóðfæri eða slaka á í góðra vina hópi svo eitthvað sé nefnt. Tómstundir eru jákvæðar, uppbyggjandi og skemmtilegar en hvenær fara þær að verða kvöð og pína? Eru unglingarnir að stunda þær fyrir sig sjálf eða til þess eins að þóknast öðrum?

Samvera skiptir máli

10 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn […]

Frístundastyrkir

5 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Fyrir ekki svo löngu sá ég birtan lista yfir þau sveitarfélög sem greiða út svokallaðan frístundastyrk til barna á aldrinum 3-18 ára. Listinn sýndi mismunandi upphæðir styrkja og mismunandi aldur þiggjenda eftir sveitarfélögunum. Þetta fyrirbæri, frístundarstyrkur er ætlaður til þess að koma til móts við foreldra varðandi kostnað fyrir frístundir barna þeirra. Sveitarfélögin bjóða upp á frístundarstyrk til foreldra að ákveðinni upphæð sem foreldrar geta svo notað til þess að greiða fyrir frístund barna sinna. Markmiðið með frístundastyrknum er að […]

Yndislestur unglinga og stuðningur foreldra

31 March, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Áður fyrr fór drjúgur tómstundatími unglinga í lestur bóka. Með tilkomu aukinnar tækni og internetsins hefur bóklestur farið mikið niður á við. Einnig hefur aðstaða til íþróttaiðkunar batnað og fleiri valmöguleikar standa unglingum til boða og allt þetta dregur úr því að unglingar finni sér afþreyingu í lestri bóka eða blaða. En allt bóklegt nám byggir á lestri og í aðalnámskrá grunnskóla (2013, bls. 97), er það sagt vera meginmarkmið læsis að gera nemendur færa um að  afla  sér  þekkingar  […]

« Previous Page — Next Page »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Aug 2022 >>
MTWTFSS
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn