Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf

Ég hélt að mínar tilfinningasveiflur á unglingsaldri snerust mikið um uppgötvun sjálfsins, hvaða smekk ég hefði á tónlist og hvernig ,,týpa ég væri”. Dagbókarfærslur mínar segja hins vegar annað, þar sem mitt aðal umræðuefni voru strákarnir sem ég var hrifinn af, kærastar og óendurgoldin ást. Það getur verið vegna þess að tilfinningin að verða ástfangin kemur upp fyrst á unglingsárunum og sorgin sem fylgir því að hætta með kærasta getur verið yfirþyrmandi. Þegar ég var ellefu ára upplifði ég mína fyrstu ástarsorg. Ég var skotin í vini mínum sem hét Alban og fannst eins og hann væri líka skotinn í mér. Einn daginn dró hann mig afsíðis og spurði hvort ég vildi gera eitt fyrir hann.

Lesa meira “Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf”