Félagsmiðstöðin og ég

rosa kristinÉg var virk í félagsmiðstöðinni í mínum heimabæ. Ég mætti á alla viðburði og opnu húsin. Þarna komum við krakkarnir eftir skóla og vorum fram að kvöldmat. Þetta var eins og okkar annað heimili, þar sem við fórum í frítímastarf í beinu framhaldi af skólanum. Við tókum þátt í klúbbastarfi og mörgu sem í gangi var í félagsmiðstöðinni og eftir það tóku íþróttaæfingar við. Þæginlegt umhverfi og andi sem myndaði samfellu.

Félagsmiðstöðin er staður þar sem unglingar og börn geta leitað í skipulag starf með jafnöldrum sínum og jafnvel tekið þátt í að skipuleggja það sjálf. Þar eru allir vinir og allir tilbúnir að hjálpa og gera allt fyrir alla. Þegar ég var að stunda félagsmiðstöðina í mínu bæjarfélagi þá voru yngri börn með skipulagða tíma tvisvar í mánuði sem unglingarnir í félagsmiðstöðvaráðinu sáu um að skipuleggja og framkvæma. Lesa meira “Félagsmiðstöðin og ég”

Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva

daniel birgirFélagsmiðstöðvarstarf er góður grunnur  þegar kemur að því að efla og byggja upp ungu kynslóðina. Ekki má hugsa um félagsmiðstöðvarstarf eins og það sé leikvöllur fyrir unglinga. Starf félagsmiðstöðva er ígrundað og faglegt en almenningur kemur oft ekki  auga á mikilvægi og áhrif þessarar starfsemi á unglinga. Almenningur tengir starfið oft við leiki, s.s. borðtennis, leikjatölvur, böll, billjard og aðra skemessir þættir í starfinu hafa ákveðinn tilgang því þeir vekja áhuga og fá unglinga frekar til að taka þátt í öllu starfinu. Skemmtangildi og að ná til  unglinga í gegnum áhugasvið þeirra límir saman starfið innan félagsmiðstöðvanna og gerir það að verkum að starfsmenn ná til þeirra í mikilvægum atriðum samhliða leik og skemmtun. Lesa meira “Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva”

Félagsmiðstöð.xlsx

gislifelixHugtakið félagsmiðstöð er flestum kunnugt og skilgreina það eflaust margir út frá þeirri  aðstöðu sem þar má finna. Að félagsmiðstöðin sé eins konar „hangout“ unglinga þar sem þeir geta hist, spilað borðtennis og pool og mætt á böll. Raunin er sú að í félagsmiðstöðvum er unnið margþætt starf sem allt miðar að því að efla unglinginn sem einstakling og hjálpa honum að móta með sér heildstæða sjálfsmynd. Þarfir unglinganna sem félagmiðstöðina sækja eru fjölbreyttar og ólíkar og tekur starfið ávallt mið af þessum þörfum. Það þýðir að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er síbreytileg og eiga unglingarnir sjálfir stóran þátt í að móta hana í samvinnu við starfsfólk. Lesa meira “Félagsmiðstöð.xlsx”

Ég pant fá að ráða!

Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað  um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt eru málsmetandi forkólfar og talsmenn mismunandi hagsmunahópa. Lesa meira “Ég pant fá að ráða!”

Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið

steinarFélagsmiðstöðvar eru gríðar mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði félagsmiðstöðvarstarfsins. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru óneitanlega miklir áhrifavaldar á starfið og því er mikilvægt að starfsfólkið sé ávallt með það í huga hvernig hægt er að bjóða unglingunum upp á sem besta þjónustu og að starfið sé alltaf á forsendum unglinganna. Ég tel að fjölbreytileiki starfsfólksins sé mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að halda uppi góðu starfi og bjóða upp á góða þjónustu. En í hverju felst góð þjónusta í félagsmiðstöð og hvaða hlutverk hefur starfsfólk í raun og veru? Lesa meira “Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið”