Posts Tagged by unglingamenning
Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung
20 February, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján […]
„Þegar ég var á þínum aldri …“
19 July, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég, sem starfsmaður í félagsmiðstöð, fæ oft á tíðum að vita hvað er í gangi í lífi unglinga. Oft í gegnum létt spjall yfir borðtennisleik, spil eða annarri afþreyingu. Ég dáist af mörgum þeirra. Þéttsetin dagskrá allan daginn, allt á fullu í íþróttum, tónlist, leiklist, skátastarfi, námskeiðum og auðvitað í skólanum. Þetta er eins og erfitt púsluspil hjá mörgum þeirra. En ég stend mig stundum að því að í miðju spjalli sé ég mig færan um að henda í „þegar […]
Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi
11 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Við viljum að unglingarnir okkar verði einhvern tíma fullorðin. En erum við að skapa öllum unglingunum okkar sömu tækifæri til að verða fullorðin? Við erum að gera samfélaginu okkar erfitt fyrir með því að skipuleggja frístundastarf fyrir fatlaða unglinga á þann hátt sem við gerum núna. Fatlaðir unglingar hafa ekki aðgang að nákvæmlega sama frístundastarfi og aðrir unglingar hafa. Dæmi um þetta eru frístundaklúbbar fyrir 10 – 16 ára unglinga sem eru einungis opnir á daginn eftir skóla en ekki […]