,,Það er ekkert að gera á þessum stað“

Í gegnum tíðina hef ég oft heyrt þessa setningu ,,það er ekkert að gera á þessum stað“ og eflaust eru margir aðrir sem koma frá litlum þorpum og bæjum utan af landsbyggðinni sem hafa heyrt þetta líka. Oftar en ekki þá má heyra unglingana segja þessi orð og ástæðan sú að þeim finnst lítið sem ekkert tómstundastarf vera í boði fyrir þá í sínum bæ. Vissulega er þetta rétt að mörgu leyti, það er kannski bara ein íþrótt sem hægt er að æfa, lítið úrval í hljóðfærakennslu, og félagsmiðstöðin  bara opin eitt kvöld í vikunni. Það er mikill munur á framboði og eftirspurn á tómstundum fyrir unglinga eftir búsetu. Lesa meira “,,Það er ekkert að gera á þessum stað“”