Posts Tagged by uppeldi
Hver á að taka „spjallið“? Hugleiðingar til foreldra unglinga
25 March, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar börn komast á unglingsárin þarf að huga að ýmsu. Unglingar finna fyrir miklum breytingum á líkama sínum, hugsunum og líðan. Þau verða sjálfstæðari, leita meira til vina og spegla sig og umhverfi sitt við jafningjahópinn. Uppeldi er viðkvæmt og vandasamt. Ýmsar áhyggjur blossa upp þegar kemur að unglingsárum og foreldrar spyrja sig jafnvel hvernig mun þessi einstaklingur spjara sig í hinum stóra heimi, mun hann taka „réttar“ ákvarðanir og á ég sem foreldri að leiðbeina honum í einu og […]
Tæknin vs. uppeldið
19 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa […]
Mikilvægar gæðastundir
17 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum […]
Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?
10 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér […]