Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf

Á tímum snjalltækja og almennrar tölvunotkunar býður nútímasamfélag börnunum okkar upp á stöðugt áreiti. Samfélagsmiðlar eru við hendina allan daginn með aukinni notkun snjallsíma og sum börn eru með tilkynningar á í símanum og kíkja á hann við hverja tilkynningu á facebook. Jafnvel hef ég orðið vör við það að barn var að vakna um miðja nótt til að skoða tilkynningar. Börn eru að miklu leyti hætt að fara út að leika sér og hanga oft ein heima í tölvuleikjum og einu samskiptin við vini eru í gegnum netið, spilandi saman tölvuleiki. Þetta finnst mér ekki góð þróun og finnst mér börnin vera að fara á mis við svo ótal margt sem að myndi auðga líf þeirra svo mikið. Það sem að ég myndi vilja gera til að sporna við þessari þróun er að bæta útikennslu og ævintýrastarfi inn í grunnskólana. Hvað er það sem við gætum kennt í grunnskólunum sem að gæti hjálpað þessari kynslóð að tengjast náttúrunni og sjálfum sér betur? Lesa meira “Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf”

Freistar síminn í óspennandi kennslu?

ingimarFyrir nokkru rakst ég á grein inni á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldskólakennara fór yfir símanotkun unglinga. Í þeirri grein er fyrirsögnin „Kennarar varnarlausir gagnvart símum nemenda“. Guðríður er á því að nemendur séu með símann uppi allan daginn í skólanum. Sjálfur finnst mér það vera nokkuð líklegt ef ég hugsa til baka um mína skólagöngu og sögur frá öðrum einstaklingum. Umræðan sem Guðríður tekur fjallar meira um öryggi kennara og hvernig símanotkun unglinga getur ógnað persónulegu lífi þeirra. Kennarar hafa leitað til hennar og sambandsins „þar sem tekin hafa verið upp samtöl, hljóð- eða myndbrot af þeim án þeirra vitundar.“ Lesa meira “Freistar síminn í óspennandi kennslu?”