Posts Tagged by útivist
Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?
14 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á. Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga […]
Unglingar: Inni eða úti?
19 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
„Þegar ég var unglingur hittumst við vinirnir úti, fórum í leiki og skemmtum okkur konunglega. Nú orðið er enga unglinga að sjá utandyra heldur hanga allir inni í tölvunni!“ Svipaða frasa fékk ég oft að heyra sem unglingur frá fullorðnu fólki þegar nostalgían hellist yfir og þeir fullorðnu fussa og sveia yfir unglingum nútímans. Og jú, fullorðna fólkið hefur eitthvað til síns máls þar sem tímarnir breytast og mennirnir með en er það svo slæmt? Vissulega fleygir tækninni fram og […]
Hvers virði er ferðin?
3 September, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hröð tækniþróun kallar á breytta samskiptahætti en á síðustu tíu árum hefur reiknigeta í tölvum nærri því 500 faldast. Farsíminn sem eitt sinn var einfaldur og eiginlegt öryggistæki hefur stökkbreyst og þjónar nú hlutverki fjölda tækja sem stóðu sjálfstæð áður fyrr. Síminn er myndavél, leitarvél, gps-tæki og svo margt fleira. Án hans erum við hvort í senn nakin en um leið aftengd samfélaginu eða minnsta kosti því samfélagi sem við tengjum okkur hvað mest við, þ.e. samfélagshópurinn okkar á Facebook, […]
Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf
10 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á tímum snjalltækja og almennrar tölvunotkunar býður nútímasamfélag börnunum okkar upp á stöðugt áreiti. Samfélagsmiðlar eru við hendina allan daginn með aukinni notkun snjallsíma og sum börn eru með tilkynningar á í símanum og kíkja á hann við hverja tilkynningu á facebook. Jafnvel hef ég orðið vör við það að barn var að vakna um miðja nótt til að skoða tilkynningar. Börn eru að miklu leyti hætt að fara út að leika sér og hanga oft ein heima í tölvuleikjum […]
Útivera fyrir alla
26 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að vera úti er hollt og gott fyrir alla og bætir heilsuna, hvort sem að það er andlega heilsan eða líkamlega. Ég tel að það sé mikilvægt að börn og fullorðnir séu duglegir að fara út, anda að sér fersku lofti og tæma hugann í fallegu náttúrunni okkar. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útivist og er sannfærð um að það sé besta meðalið við þeim kvillum sem geta hrjáð okkur.