Posts Tagged by yndislestur
Yndislestur unglinga og stuðningur foreldra
31 March, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Áður fyrr fór drjúgur tómstundatími unglinga í lestur bóka. Með tilkomu aukinnar tækni og internetsins hefur bóklestur farið mikið niður á við. Einnig hefur aðstaða til íþróttaiðkunar batnað og fleiri valmöguleikar standa unglingum til boða og allt þetta dregur úr því að unglingar finni sér afþreyingu í lestri bóka eða blaða. En allt bóklegt nám byggir á lestri og í aðalnámskrá grunnskóla (2013, bls. 97), er það sagt vera meginmarkmið læsis að gera nemendur færa um að afla sér þekkingar […]
Yndislestur á undanhaldi?
26 June, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef alltaf haft gaman af bókum, alveg síðan ég lærði að lesa. Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og ný bók. Það voru ófáir klukkutímarnir sem fóru í að lesa fleiri, fleiri bækur um alls konar fólk, staði og ævintýri. Við bókalestur fær maður innsýn í annan heim og lærir að sjá og skilja heiminn á annan hátt. Ég tel af persónulegri reynslu bækur vera þroskandi og góða afþreyingu sem hægt er að gleyma sér við í […]
Yndislestur, áhrif tækninnar í síbreytilegu samfélagi
24 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frá því að ég var ung hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lestri og alltaf þekkt hugtakið yndislestur. Yndislestur er þegar aðili kýs að lesa sér til gamans, lesefnið er sérvalið og einstaklingurinn er ekki skyldugur til þess að lesa það. Fyrir mér var yndislestur sá tími sem fór í að lesa áhugaverða bók í rólegu umhverfi. Í dag finnst mér þó töluvert erfiðara að finna merkinguna á bakvið hugtakið. Hvort það sé vegna þeirra hröðu breytinga sem hafa […]