Um Frítímann

Manifesto Frítímansfacebook logo

Frítíminn er miðstöð fagfólks í frítímaþjónustu. Markmið frítímans er að vera umræðuvettvangur um tómstunda- og félagsmálafræði og frítímastarf á Íslandi ásamt því að kynna rannsóknir á sviði frítímastarfs.

Frítímanum er ritstýrt af þriggja manna ritstjórn en hana skipa stofnendur Frítímans, Eygló Rúnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Bjarki Sigurjónsson. Hlutverk ritstjórnar er að halda vefnum úti og uppfæra hann reglulega í samræmi við verklag hverju sinni. Ritstjórn velur efni til birtingar og tryggir að það efni sem birtist á vefnum samræmist markmiðum Frítímans. Ritstjórn áskilur sér rétt til að hafna efni til birtingar ef svo ber undir.

Öllum er frjálst að senda efni til birtingar í Frítímanum.

Ritstjórn Frítímans

Ritstjórn Frítímans