Kynningarfundur fyrir þá sem vilja leiðbeina nema í tómstunda- og félagsmálafræði
19 November, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
19.11.2013
14:00 - 15:30
Hvar?
Menntavísindasvið
Ert þú fagmaður í frístundastarfi? Ef svarið er já er tilvalið að gerast leiðbeinandi á vettvangi
Kynningarfundur 19. nóvember 2013 kl. 14.00 – 15.30 í stofu H-209 í Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Fundurinn er fyrir þá sem vilja leiðbeina nemum sem stunda nám í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Fundurinn er bæði fyrir þá sem hafa áður verið leiðbeinendur á vettvangi en einnig þá sem hafa áhuga á að taka að sér nema í fyrsta sinn.
Dagskrá:
Kl. 14.00 Kynning á námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði
Kl. 14.20 Reyndur leiðbeinandi miðlar reynslu sinni
Kl. 14.40 Markmið og skipulag vettvangsnámsins
Kl. 15.00 Móttaka og stuðningur við nemendur á vettvangi
Kl. 15.20 Umræður
Kl. 15.30 Fundarlok
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið hvv@hi.is.